Enski boltinn

Chelsea á eftir hinum nýja Pelé

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Chelsea íhugar þessa dagana að bjóða 25 milljónir punda í brasilísku stjörnuna Neymar sem er aðeins 18 ára gamall.

Strákurinn spilar með Santos í heimalandinu og hefur vakið gríðarlega athygli fyrir frábæra spilamennsku síðasta árið. Að sjálfsögðu er byrjað að kalla hann hinn nýja Pelé.

Það var mikil pressa á Dunga að velja hann í brasilíska landsliðið fyrir HM en Dunga lét ekki undan þeirri pressu.

Núverandi samningur stráksins við Santos rennur út árið 2014 en Santos er meira en til í að selja fyrir réttan pening.

Ef Chelsea myndi kaupa hann þá yrði hann lánaður fyrsta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×