Fótbolti

Vill láta fjarlægja listann af netinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er æfur af reiði yfir því að einkunnagjöf hans á HM hafi lekið á netið í dag.

Capello segist þess utan ekki hafa séð þessar einkunni né gefið leyfi fyrir birtingu þeirra. Hann vill að listinn með einkunnagjöfinni verði fjarlægður af netinu. Gangi honum vel með það.

"Herra Capello hafði ekki séð þessa einkunnagjöf né gefið leyfi fyrir birtingu hennar. Fulltrúar hans hafa nú brugðist við svo hægt sé að fjarlægja einkunnirnar af netinu," segir í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu.


Tengdar fréttir

Defoe hæstur í einkunnagjöf Capellos

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, gaf öllum leikmönnum sínum einkunnir eftir leikina á HM og það olli talsverðu uppnámi er það fréttist að hann ætlaði síðan að birta þessar einkunnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×