Enski boltinn

Sunderland á eftir Ireland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sunderland hefur nú staðfest að félagið sé á höttunum eftir Stephen Ireland, leikmanni Man. City. Félagið óttast þó að launakröfur leikmannsins geti reynst félaginu ofviða.

Ireland hefur spilað virkilega vel með Man. City síðustu ár en tilkoma nýrra leikmanna varð þess valdandi að hann var aðeins í byrjunarliðinu í 16  leikjum á síðustu leiktíð.

City hefur síðan styrkt sig enn frekar í sumar og það mun klárlega minnka spiltíma Ireland.

"Það væri frábært að fá leikmann eins og Stephen til okkar enda vita allir hversu góður hann er. Launakröfurnar eru samt líklega aðeins of háar fyrir okkur." sagði aðstoðarþjálfarinn, Eric Black.

Ireland er með 60 þúsund pund í vikulaun en samkvæmt samningi eiga launin að hækka í 80 þúsund á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×