Fleiri fréttir

Fyrsti sigur Fjölnismanna og Leiknir vann ÍA

Fjölnismenn unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar í kvöld þegar þeir skelltu Þrótturum í uppgjöri liðanna sem féllu úr Pepsideildinni síðasta haust. Leiknismenn unnu á sama tíma mikinn karaktersigur á Skagamönnum eftir að hafa verið manni færri í 70 mínútur en ÍR heldur toppsætinu eftir markalaust jafntefli við HK.

Óvíst með bæði Glen Davis og Rasheed Wallace fyrir leik kvöldsins

Boston Celtics fær í kvöld þriðja tækifærið í röð til þess að slá Orlando Magic út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum á móti annaðhvort Los Angeles Lakers eða Phoenix Suns. Staðan er 3-2 fyrir Boston en sjötti leikurinn hefst klukkan 12.30 í Boston og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Scolari hættur sem þjálfari Bunyodkor í Úsbekistan

Luiz Felipe Scolari, fyrrum stjóri Chelsea og fyrrum landsliðsþjálfari Portúgals og Brasilíu, er hættur sem þjálfari Bunyodkor í Úsbekistan eftir að liðinu mistókst að vinna Meistaradeildina í Asíu.

Samuel Eto’o og Roger Milla eru ekki miklir vinir

Tvær stærstu knattspyrnustjörnur Kamerún, Roger Milla og Samuel Eto’o, eru ekki miklir vinir ef marka má skot þeirra á hvorn annan á blaðamannafundi í dag. Milla gagnrýndi frammistöðu Eto’o í landsliðstreyjunni sem fór illa í lykilmann Kamerún á komandi heimsmeistarakeppni í Suður-Afríku.

Árni Freyr: Ég er klár þegar kallið kemur

Árni Freyr Árnason mun væntanlega verja mark Keflvíkinga í næstu leikum liðsins. Ómar Jóhannsson er meiddur og eins og komið hefur fram fá Keflvíkingar ekki undanþágu til að fá annan markmann lánaðan til sín.

Mourinho tekur við Real Madrid

Jose Mourinho mun á mánudaginn taka formlega við starfi knattspyrnustjóra Real Madrid. Þetta tilkynnti félagið í dag.

Philipp Lahm tekur við fyrirliðabandinu af Ballack

Philipp Lahm verður fyrirliði þýska landsliðsins á HM í Suður-Afríku í sumar en landsliðsþjálfarinn Joachim Löw tilkynnti þetta í morgun um leið og hann gaf það út að Manuel Neuer verði aðalmarkvörður liðsins.

Moratti staðfestir áhuga Inter á Fabio Capello

Ítölsku Evrópumeistararnir í Internazionale Milan eru byrjaði að leita að eftirmanni þjálfarans Jose Mourinho sem er á leiðinni til Real Madrid og meðal þeirra sem koma til greina er Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga.

Messi tippar á England á HM

Lionel Messi, besti leikmaður heims, tippar á Englendinga á HM. Hann segir að liðið sé á meðal þeirra liða sem geta náð alla leið í Suður-Afríku.

Grindavík og Brann í viðræðum

Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga Grindavík og Brann í viðræðum um að Ólafur Örn Bjarnason verði leystur undan samningi sínum við Brann svo hann geti tekið við þjálfun Grindavíkur.

Stelpurnar einbeittar fyrir stórleikinn

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta dvelur nú í Stockerau í Austurríki þar sem það leikur við stöllur sínar frá landinu á morgun. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti í lokakeppni EM sem fer fram í desember á þessu ári.

Tveimur leikjum frestað hjá Keflavík

Tveir leikir hjá Keflavík hafa verið færðir aftur um einn dag vegna þátttöku Haraldar Freys Guðmundssonar í landsleik Íslands og Andorra á morgun.

Jermaine Beckford á leið til Everton frá Leeds?

Jermaine Beckford er við það að skrifa undir hjá Everton, samkvæmt enska blaðinu Mirror. Beckford hefur verið einn besti leikmaður Leeds undanfarin ár og raðað inn mörkunum í neðri deildunum.

EM 2016 verður í Frakklandi

Forseti UEFA, hinn franski Michel Platini, fær draum sinn um að halda stórmót í knattspyrnu í heimalandi sínu þegar hann er við völd uppfylltan. Evrópumótið í knattspyrnu verður í Frakklandi árið 2016.

Mourinho dreymir um að vinna með Rooney

Jose Mourinho er byrjaður að hrista upp í stjórnum félaga um Evrópu, til að mynda hjá Liverpool og Chelsea eftir að hafa sagst hafa áhuga á Frank Lampard og Steven Gerrard. Hann gerir þó ekkert slíkt hjá Manchester United.

Fimm dómarar í Meistaradeildinni líka

Frá og með næstu leiktíð verða fimm dómarar í Meistaradeild Evrópu, rétt eins og var í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Sama verður uppi á teningnum í öllum leikjum í undankeppni EM 2012.

Strákarnir léttir á æfingu í sólinni í gær - myndasyrpa

Íslenska karlalandsliðið mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun og í gær voru strákarnir á æfingu á vellinum. Það eru margir ungir leikmenn í hópnum að þessu sinni og því má segja að næsta kynslóð landsliðsins verði í sviðsljósinu á móti Andorra.

Hamilton stakk af í Tyrklandi

Bretinn Lewis Hamilton var langfljótastur i á fyrstu æfingu keppnisliða í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Hann og félagi hans hjá McLaren voru tveir fljótustu ökumennirnir á svæðinu, en Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercdedes voru næstir í röðinni.

Brasilíumenn undirbúa sig á móti Simbabve og Tansaníu

Brasilíumenn ætla að spila undirbúningsleiki sína fyrir HM í Suður-Afríku á móti Simbabve og Tansaníu en Brasilíumenn eru sem fyrr sigurstranglegir fyrir keppnina sem þeir hafa unnið oftast allra þjóða.

Björn Kristinn Björnsson: Við gerðum okkur erfitt fyrir

Björn Kristinn Björnsson þjálfari Fylkisstúlkna var að vonum ánægður eftir sigur liðs síns í Kaplakrika, en Fylkisstelpur unnu þar FH 4-2. „Ég er mjög ánægður að ná þessum stigum hérna í dag en við vorum vorum vægast sagt að gera okkur þetta erfitt fyrir, FH-liðið var einnig að spila mjög vel. Maður spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og þær voru að spila vel. Við getum hinsvegar ekki verið annað en ánægð með að fá þrjú stig hér en það má gera betur."

Jóhannes Karl: Frábært að klára dæmið

„Ég er mjög ánægður að hafa klárað þetta verðuga verkefni þó það hafi nú tekið sinn tíma þá hafðist það," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson eftir dýrmætan sigur Blika gegn KR-ingum í Frostaskjólinu í kvöld. Blikar voru með undirtökin nánast allan leikinn og áttu sannarlega skilið að ná inn marki.

Jón Þór: Stelpurnar vissu að þetta yrði erfitt

Jón Þór Brandsson, þjálfari FH, var ánægður með lið sitt þrátt fyrir tap gegn Fylkisstúlkum á Kaplakrika í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 4-2 fyrir Fylki sem voru manni fleiri síðustu 30 mínúturnar. „Okkur vantar enn stig, en við erum á réttri leið, við erum að læra í hverjum leik og vitum nú hvað þarf til að vinna stig í Pepsideildinni og erum við að nálgast það," sagði Jón Þór Brandsson.

Umfjöllun: Sanngjarn Valssigur í toppslagnum.

Þór/KA tók á móti Íslandsmeisturum Vals í 4. umferð Pepsí deildar kvenna á Þórsvelli í kvöld í blíðskaparverðri. Fyrir umferðina var Valur með níu stig á toppi deildarinnar en Þór/KA í öðru sæti með sjö stig.

Þrír 1-0 sigrar í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Það voru margir jafnir og spennandi leikir í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Fylkir vann 3-1 sigur á nýliðum FH en í þremur öðrum leikjum unnu Breiðablik, Haukar og Afturelding öll 1-0 sigur.

Valskonur lentu undir fyrir norðan en unnu 4-2 sigur á Þór/KA

Valskonur fengu á sig sitt fyrsta mark á tímabilinu og lentu 2-1 undir á móti Þór/KA fyrir norðan í kvöld en náðu að tryggja sér 4-2 sigur og þriggja stiga forskot á toppnum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta með því að skora tvö mörk á lokamínútum leiksins.

Sjá næstu 50 fréttir