Íslenski boltinn

Tveimur leikjum frestað hjá Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur Freyr í leik með Keflavík.
Haraldur Freyr í leik með Keflavík. Mynd/Anton

Tveir leikir hjá Keflavík hafa verið færðir aftur um einn dag vegna þátttöku Haraldar Freys Guðmundssonar í landsleik Íslands og Andorra á morgun.

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kallaði á Harald Frey eftir að Kristján Örn Sigurðsson dró sig úr hópnum vegna meiðsla.

Keflavík átti að mæta Selfossi á heimavelli í Pepsi-deild karla á sunnudaginn og KS/Leiftri í VISA-bikarkeppninni á miðvikudag. Báðir leikir hafa verið færðir aftur um einn dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×