Íslenski boltinn

Auðun: Ég tek ekki við Grindavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Auðun Helgason og Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Auðun Helgason og Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. Mynd/Heimasíða Grindavíkur

Auðun Helgason útilokar að hann muni taka við þjálfun Grindavíkur en hann er nú leikmaður og fyrirliði liðsins.

Lúkas Kostic var sagt upp störfum sem þjálfari liðsins á miðvikudaginn og hefur Auðun verið einn þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn hans.

„Nei, það er ekkert til í því. Ég get útilokað það," sagði Auðun. „Mér skilst að þeir eigi nú í viðræðum við annan en ég veit ekki hver það er. Vonandi klárast það mál sem fyrst."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×