Fótbolti

Danir unnu Senegala í kvöld en misstu hugsanlega leikmann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Simon Kjaer.
Simon Kjaer. Mynd/AFP
Danir unnu 2-0 sigur á Senegal í æfingaleik í Álaborg í kvöld en stærsta frétt leiksins voru þó meiðsli varnarmannsins Simon Kjaer sem gæti átti í hættu með að missa af HM.

Simon Kjaer, sem er leikmaður Palermo á Ítalíu, lenti í tæklingu við Mame Biram Diouf, leikmanni Manchester United, níu mínútum fyrir leikslok. Það var ekki ljóst hver meiðslin voru strax eftir leikinn.

„Þetta er ömurlegt," sagði Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, eftir leikinn. Hann var ekki tilbúinn að segja það hvort hann væri búinn að akskrifa Kjaer eða hvort Kjaer yrði í 23 manna hóp Dana á HM. HM-liðið verður tilkynnt á morgun.

Christian Poulsen skoraði fyrra mark Dana á 27. mínútu eftir sendingu frá Jon Dahl Tomasson en Thomas Enevoldsen skoraði seinna markið í uppbótartíma. Olsen hvíldi markvörðinn Thomas Sorensen og framherjann Nicklas Bendtner í þessum leik.

Danir eru í riðli með Hollendingum, Japönum og Kamerúnum á HM í Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×