Íslenski boltinn

Keflvíkingar fá ekki undanþágu og eru ósáttir: Setjum ekki krakka í markið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ómar er meiddur en Keflvíkingar fá ekki annan markmann að láni.
Ómar er meiddur en Keflvíkingar fá ekki annan markmann að láni. Fréttablaðið/Daníel
Keflvíkingar fengu ekki leyfi frá KSÍ til að fá markmann að láni utan félagaskiptagluggans. Þeir eru ósáttir með ákvörðun KSÍ en þeir sóttu um undanþáguna í gær.

"Við erum með Árna Frey en varamarkmaður hans er nýorðinn sextán ára gamall. Hvað gerum við ef Árni meiðist? Þá þurfum við að setja barn inn á," sagði Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur við Vísi.

"Við erum langt frá því að vera sáttir með þetta. Það er alveg sama hvort við hefðum verið klárir með annan markmann eða ekki, þetta er staðan hjá okkur og það á að skoða málið út frá því."

"Við setjum ekki krakka í markið hjá okkur," sagði Þorsteinn.

Keflvíkingar hafa áfrýjað málinu en sú nefnd kemur saman seinna í dag.

Ómar Jóhannsson er meiddur og verður frá í rúman mánuð en Árni Freyr Ásgeirsson, 18 ára gamall, er varamarkmaður hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×