Íslenski boltinn

Grindavík og Brann í viðræðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Örn Bjarnason í leik með Brann.
Ólafur Örn Bjarnason í leik með Brann. Nordic Photos / AFP

Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga Grindavík og Brann í viðræðum um að Ólafur Örn Bjarnason verði leystur undan samningi sínum við Brann svo hann geti tekið við þjálfun Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur mun einnig eiga í viðræðum við Ólaf Örn sjálfan sem vildi í samtali við Vísi í dag ekki útiloka neitt í þessum efnum.

Ólafur Örn lék á sínum tíma með Grindavík áður en hann hélt til Noregs þar sem hann hefur spilað með Brann undanfarin ár. Hann varð meistari með liðinu árið 2007.

Forráðamenn Grindavíkur hafa áður sagt að þeir vonist til að gengið verði frá ráðningu nýs þjálfara um helgina. Lúkas Kostic var á miðvikudaginn rekinn sem þjálfari Grindavíkur.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×