Fótbolti

EM 2016 verður í Frakklandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Platini fær draum sinn uppfylltan.
Platini fær draum sinn uppfylltan.
Forseti UEFA, hinn franski Michel Platini, fær draum sinn um að halda stórmót í knattspyrnu í heimalandi sínu þegar hann er við völd uppfylltan. Evrópumótið í knattspyrnu verður í Frakklandi árið 2016.

Valið stóð á milli Frakklands, Ítalíu og Tyrklands.

Það kemur engum á óvart að keppnin verði í Frakklandi, þar sem Platini er nú forseti UEFA. Margir telja að Platini hafi þrýst verulega á að keppnin skyldi haldin í landinu.

Kosið var um hvar keppnin skyldi haldin á þingi UEFA en Platini sjálfur fékk ekki að kjósa, ekki frekar en fulltrúar Ítalíu og Tyrklands.

HM árið 1998 fór fram í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×