Fótbolti

Maradona leyfir leikmönnunum að stunda kynlíf á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona, þjálfari Argentínu.
Diego Maradona, þjálfari Argentínu. Mynd/AFP
Diego Maradona, þjálfari Argentínu, ætlar ekki að setja sína menn í kynlífsbann á HM í Suður-Afríku sem hefst í næsta mánuði. Leikmenn mega þó ekki stunda kynlíf á leikdegi.

„Leikmennirnir mega stunda kynlíf en aðeins með sínum kærustum og án þess að nota kampavín eða annað áfengi," sagði liðslæknirinn Donato Villami við Radio Del Plata útvarpsstöðina.

„Kynlíf er hluti af félagslífi leikmanna og þannig séð ekki vandamál. Vandamálin snúast um aðra hluti eins og framhjáhöld og að leikmenn eru að eyða hvíldatímanum í annað en að safna kröftum fyrir leikina," sagði umræddur læknir argentínska landsliðsins.

Argentína mætir Nígeríu í sínum fyrsta leik á HM sem fer fram 12. júní. Grikkland og Suður-Kórea eru einnig með Argentínu í riðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×