Enski boltinn

Jermaine Beckford á leið til Everton frá Leeds?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jermaine Beckford.
Jermaine Beckford. GettyImages
Jermaine Beckford er við það að skrifa undir hjá Everton, samkvæmt enska blaðinu Mirror. Beckford hefur verið einn besti leikmaður Leeds undanfarin ár og raðað inn mörkunum í neðri deildunum.

Langt er síðan David Moyes byrjaði að tala við Beckford en málið virðist loksins vera í höfn. Hann kemur á frjálsri sölu og voru fleiri félög á eftir honum.

James Voughan fer líklega frá Everton, líkt og Yakubu sem fer til West Ham nái félagið samningum við Everton um kaupverð.

Beckford verða fyrstu kaup Everton í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×