Fótbolti

Brasilíumenn undirbúa sig á móti Simbabve og Tansaníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kaka og félagar í brasilíska landsliðinu.
Kaka og félagar í brasilíska landsliðinu. Mynd/AFP
Brasilíumenn ætla að spila undirbúningsleiki sína fyrir HM í Suður-Afríku á móti Simbabve og Tansaníu en Brasilíumenn eru sem fyrr sigurstranglegir fyrir keppnina sem þeir hafa unnið oftast allra þjóða.

Brasilía mætir Simbabve í Harare 2. júní og spilar síðan við Tansaníu í Dar es Salaam fimm dögum síðar. Simbabve er í 110. sæti á heimslistanum eða tveimur sætum neðar en Tansanía. Brasilíumenn eru hinsvegar í efsta sæti listans.

Brasilíumenn rukka báðar þjóðir fyrir leikina en upphæðin hefur ekki verið gefið upp. Simbabve og Tansanía ætla að nota leikina til að vekja athygli á fótboltanum í sínum löndum en þetta verður sem dæmi fyrsta þjóðin utan Afríku sem spilar í Simbabve frá því að þjóðin varð sjálfstæð 1980.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×