Íslenski boltinn

Fjórir leikir í 1. deild - Leiknir vann Breiðholtsslaginn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sigursteinn Gíslason og lærisveinar hans í Leikni unnu sigur á ÍR. Mynd/Valli
Sigursteinn Gíslason og lærisveinar hans í Leikni unnu sigur á ÍR. Mynd/Valli

Fjórir leikir voru í 1. deild karla í kvöld. Það var stórleikur í Breiðholtinu þar sem grannarnir í Leikni og ÍR áttust við. Leiknismenn fóru þar með sigur af hólmi 2-1 en öll mörkin komu í seinni hálfleik.

Brynjar Orri Bjarnason og Brynjar Hlöðversson komu Leikni tveimur mörkum yfir áður en Árni Freyr Guðnason minnkaði muninn.

Í botnbaráttuslag í Mosfellsbæ gerðu Afturelding og ÍA jafntefli 1-1. Paul Clapson kom Aftureldingu yfir en Ragnar Leósson jafnaði fyrir Skagamenn.

Þórsarar unnu Víking Reykjavík 1-0. Kristján Steinn Magnússon skoraði eina mark leiksins í viðbótartíma. Þá vann KA 3-0 útisigur gegn Fjarðabyggð. Orri Gústafsson og Guðmundur Óli Steingrímsson komust á blað en síðasta mark leiksins var sjálfsmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×