Umfjöllun: Meistarataktar hjá FH og Stjörnuvígið féll Ómar Þorgeirsson skrifar 6. ágúst 2009 23:00 FH-ingar á góðri stundu. Mynd/Daníel Íslandsmeistarar FH sýndu styrk sinn með 1-4 sigri gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. FH-ingar eru með sigrinum komnir með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar en Stjörnumenn voru að tapa sínum fyrsta leik á heimavelli í Pepsi-deildinni í sumar. Raunar hafði Stjörnuvígið staðið síðan 10. júlí í fyrra sumar þegar Haukar unnu þar 4-5 sigur í 1. deildinni. Heimamenn í Stjörnunni litu þó út fyrir að mæta betur stemdari til leiks til að byrja með, án þess þó að skapa sér hættuleg marktækifæri, en þeir mættu FH framarlega á vellinum og það virkaði vel í fyrstu. Gestirnir í FH voru þó ekki lengi að finna taktinn og sína styrk sinn og náðu að vinna sig vel inn í leikinn með léttleikandi sóknarleik. Það dró til tíðinda á 18. mínútu þegar Hjörtur Logi Valgarðsson braust í gegnum vörn Stjörnunnar af vinstri kantinum og kláraði með góðu skoti sem markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson hjá Stjörnunni réði ekki við. FH-ingar efldust til muna við markið og héldu áfram að pressa stíft að marki Stjörnumanna sem virkuðu örlítið slegnir út af laginu. Íslandsmeistararnir uppskáru annað mark eftir þunga sókn á 34. mínútu þegar boltinn barst í lappirnar á markahróknum Atla Viðari Björnssyni sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði af öryggi af stuttu færi en stuttu áður hafði Matthías Vilhjálmsson átt skalla í slá. Matthías átti þó heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum en staðan var 0-2 í hálfleik og forysta gestanna var verðskulduð. Seinni hálfleikur fór vel af stað hjá FH þegar Matthías bætti við þriðja markinu með hnitmiðuðum skalla eftir aukaspyrnu Tryggva Guðmundssonar, sem bar fyrirliðaband FH í kvöld í fjarveru Davíðs Þórs Viðarssonar sem tók út leikbann. Heimamenn náðu þó að klóra í bakkann þegar um stundarfjórðungur lifði leiks með marki Ellerts Hreinssonar eftir góða stungusendingu Björns Pálssonar en það reyndist skammgóður vermir. Matthías var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar og bætti við sínu öðru marki og fjórða marki FH. FH hafði annars góð tök á leiknum í síðari hálfleik og sigldi 1-4 sigrinum yfirvegað í höfn á lokakaflanum. Stjörnumenn áttu hreinlega við ofurefli að etja gegn FH í leiknum í kvöld en Hafnfirðingar sýndu oft á tíðum frábæra takta og mikill meistarabragur var á leik liðsins. Það verður spennandi að sjá hvað gerist þegar KR-ingar mæta í Krikann á sunnudag en með sigri þar gætu FH-ingar farið langt með að landa titlinum.Tölfræðin:Stjarnan - FH 1-4 0-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (18.) 0-2 Atli Viðar Björnsson (34.) 0-3 Matthías Vilhjálmsson (52.) 1-3 Ellert Hreinsson (74.) 1-4 Matthías Vilhjálmsson (76.) Stjörnuvöllur, áhorfendur óuppgefið Dómari: Erlendur Eiríksson (6) Skot (á mark): 11-12 (3-6) Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Daði 2 Horn: 6-6 Aukaspyrnur fengnar: 13-12 Rangstöður: 2-4Stjarnan 4-5-1 Bjarni Þórður Halldórsson 5 Jóhann Laxdal 4 Guðni Rúnar Helgason 5 Tryggvi Bjarnason 5 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Ellert Hreinsson 6 Birgir Hrafn Birgisson 4 (78., Heiðar Atli Emilsson -) Halldór Orri BJörnsson 6 Björn Pálsson 6 Arnar Már Björgvinsson 3 (81., Baldvin Sturluson -) Alfreð Elías Jóhannsson 3 (88., Magnús Björgvinsson -)FH 4-3-3 Daði Lárusson 7 Guðni Páll Kristjánsson 5 Tommy Nielsen 6 Sverrir Garðarsson 5 (29., Dennis Siim 7) (83., Freyr Bjarnason -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Ólafur Páll Snorrason 6 (78., Brynjar Benediktsson -) Björn Daníel Sverrisson 7 Tryggvi Guðmundsson 7*Matthías Vilhjálmsson 8 - maður leiksins Atli Viðar Björnsson 7 Atli Guðnason 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Íslandsmeistarar FH sýndu styrk sinn með 1-4 sigri gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. FH-ingar eru með sigrinum komnir með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar en Stjörnumenn voru að tapa sínum fyrsta leik á heimavelli í Pepsi-deildinni í sumar. Raunar hafði Stjörnuvígið staðið síðan 10. júlí í fyrra sumar þegar Haukar unnu þar 4-5 sigur í 1. deildinni. Heimamenn í Stjörnunni litu þó út fyrir að mæta betur stemdari til leiks til að byrja með, án þess þó að skapa sér hættuleg marktækifæri, en þeir mættu FH framarlega á vellinum og það virkaði vel í fyrstu. Gestirnir í FH voru þó ekki lengi að finna taktinn og sína styrk sinn og náðu að vinna sig vel inn í leikinn með léttleikandi sóknarleik. Það dró til tíðinda á 18. mínútu þegar Hjörtur Logi Valgarðsson braust í gegnum vörn Stjörnunnar af vinstri kantinum og kláraði með góðu skoti sem markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson hjá Stjörnunni réði ekki við. FH-ingar efldust til muna við markið og héldu áfram að pressa stíft að marki Stjörnumanna sem virkuðu örlítið slegnir út af laginu. Íslandsmeistararnir uppskáru annað mark eftir þunga sókn á 34. mínútu þegar boltinn barst í lappirnar á markahróknum Atla Viðari Björnssyni sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði af öryggi af stuttu færi en stuttu áður hafði Matthías Vilhjálmsson átt skalla í slá. Matthías átti þó heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum en staðan var 0-2 í hálfleik og forysta gestanna var verðskulduð. Seinni hálfleikur fór vel af stað hjá FH þegar Matthías bætti við þriðja markinu með hnitmiðuðum skalla eftir aukaspyrnu Tryggva Guðmundssonar, sem bar fyrirliðaband FH í kvöld í fjarveru Davíðs Þórs Viðarssonar sem tók út leikbann. Heimamenn náðu þó að klóra í bakkann þegar um stundarfjórðungur lifði leiks með marki Ellerts Hreinssonar eftir góða stungusendingu Björns Pálssonar en það reyndist skammgóður vermir. Matthías var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar og bætti við sínu öðru marki og fjórða marki FH. FH hafði annars góð tök á leiknum í síðari hálfleik og sigldi 1-4 sigrinum yfirvegað í höfn á lokakaflanum. Stjörnumenn áttu hreinlega við ofurefli að etja gegn FH í leiknum í kvöld en Hafnfirðingar sýndu oft á tíðum frábæra takta og mikill meistarabragur var á leik liðsins. Það verður spennandi að sjá hvað gerist þegar KR-ingar mæta í Krikann á sunnudag en með sigri þar gætu FH-ingar farið langt með að landa titlinum.Tölfræðin:Stjarnan - FH 1-4 0-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (18.) 0-2 Atli Viðar Björnsson (34.) 0-3 Matthías Vilhjálmsson (52.) 1-3 Ellert Hreinsson (74.) 1-4 Matthías Vilhjálmsson (76.) Stjörnuvöllur, áhorfendur óuppgefið Dómari: Erlendur Eiríksson (6) Skot (á mark): 11-12 (3-6) Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Daði 2 Horn: 6-6 Aukaspyrnur fengnar: 13-12 Rangstöður: 2-4Stjarnan 4-5-1 Bjarni Þórður Halldórsson 5 Jóhann Laxdal 4 Guðni Rúnar Helgason 5 Tryggvi Bjarnason 5 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Ellert Hreinsson 6 Birgir Hrafn Birgisson 4 (78., Heiðar Atli Emilsson -) Halldór Orri BJörnsson 6 Björn Pálsson 6 Arnar Már Björgvinsson 3 (81., Baldvin Sturluson -) Alfreð Elías Jóhannsson 3 (88., Magnús Björgvinsson -)FH 4-3-3 Daði Lárusson 7 Guðni Páll Kristjánsson 5 Tommy Nielsen 6 Sverrir Garðarsson 5 (29., Dennis Siim 7) (83., Freyr Bjarnason -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Ólafur Páll Snorrason 6 (78., Brynjar Benediktsson -) Björn Daníel Sverrisson 7 Tryggvi Guðmundsson 7*Matthías Vilhjálmsson 8 - maður leiksins Atli Viðar Björnsson 7 Atli Guðnason 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira