Handbolti

Þórir Ólafsson tekinn við fyrirliðabandinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þórir Ólafsson. Mynd/Stefán
Þórir Ólafsson. Mynd/Stefán

Þórir Ólafsson, handboltamaður hjá TUS-N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni, hefur verið gerður að fyrirliða liðsins. Þórir er Selfyssingur og er frá þessu greint á heimasíðu Selfyssinga.

Þórir er að hefja sitt fimmta tímabil hjá þýska liðinu og er reynslumesti leikmaður þess. Hann hefur átt fast sæti í landsliðshópi Guðmundar Guðmundssonar síðastliðið ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×