Fleiri fréttir Fyrsta stigið hjá Kragerö Magnús Ísak Ásbergsson og félagar í norska úrvalsdeildarliðinu Kragerö unnu sitt fyrsta stig í deildinni í kvöld með því að ná jafntefli gegn Haugaland. 19.12.2007 22:06 Gríðarmikilvægur sigur Vals Valur fór í jólafríið á jákvæðum nótum eftir góðan sigur á HK á heimavelli í kvöld, 33-26, í N1-deild karla. 19.12.2007 21:53 Chelsea sló út Liverpool Liverpool er úr leik í ensku deildabikarkeppninni eftir 2-0 tap fyrir Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. 19.12.2007 21:38 Loksins sigur hjá HK Malmö Sænska úrvalsdeildarliðið HK Malmö vann í kvöld sinn fyrsta sigur í síðustu ellefu deildarleikjum í Svíþjóð er liðið vann mikilvægan sigur á Trelleborg, 36-28. 19.12.2007 21:31 Stjarnan hefndi ófaranna Fyrir rúmum tveimur vikum féllu bikarmeistarar Stjörnunnar úr leik í bikarkeppninni þegar liðið tapaði fyrir Fram í æsispennandi leik í fjórðungsúrslitum. 19.12.2007 21:21 GOG nálgast toppsætið GOG vann í kvöld sigur á Fredericia á útivelli en fimm íslenskir handboltakappar komu við sögu í leiknum. 19.12.2007 21:16 Grindavík vann KR í æsispennandi leik Grindavík vann í kvöld KR í æsispennandi leik í toppslag í Iceland Express deild kvenna. Góð byrjun Grindvíkinga í fjórða leikhluta tryggði á endanum tveggja stiga sigur, 86-84. 19.12.2007 21:06 Heiðmar og félagar úr leik í bikarnum Ekker Íslendingalið komst í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar en fjórðungsúrslitunum lauk í kvöld með tveimur leikjum. 19.12.2007 20:58 Jonathan Evans laus gegn tryggingu Jonathan Evans, leikmanni Manchester United, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingargjaldi. Hann gaf sig fram við lögregluna í gærkvöldi. 19.12.2007 20:12 Wayne kvænist Coleen í sumar Wayne Rooney ætlar að nýta sér tækifærið fyrst England komst ekki í úrslitakeppni EM til að kvænast sinni heittelskuðu Coleen McLoughlin í júní á næsta ári. 19.12.2007 19:11 Kristinn Jakobsson verður fjórði dómari á EM í fótbolta Kristinn Jakobsson er einn átta dómara í Evrópu sem var valinn til að starfa sem fjórði dómari á leikjum úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. 19.12.2007 18:14 Raikkönen sniðgenginn í Finnlandi Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen varð í ár fyrsti Finninn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 síðan árið 1999. Þessi frábæri árangur skilaði honum þó aðeins í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins í Finnlandi. 19.12.2007 16:27 Brottvísun Bangura frestað Knattspyrnumaðurinn Al Bangura hjá Watford verður ekki rekinn úr landi á Englandi strax eins og fyrirhugað var eftir að máli hans var áfrýjað til innanríkisráðuneytisins. 19.12.2007 16:20 Stuðningsmenn Knicks heimta höfuð Thomas Stuðningsmenn New York Knicks eru nú búnir að fá sig fullsadda af vanhæfni þjálfarans Isiah Thomas og hafa skipulagt kröfugöngu í kvöld þar sem þeir krefjast þess að hann verði rekinn tafarlaust. 19.12.2007 15:40 Sanchez til sölu á eBay fyrir þúsund krónur Stuðningsmenn Fulham virðast vera orðnir leiðir á knattspyrnustjóranum Lawrie Sanchez og vilja fá nýjan stjóra í jólagjöf ef marka má verkleg mótmæli eins þeirra. Hann hefur auglýst Lawrie Sanchez til sölu á uppboðsvefnum eBay. 19.12.2007 15:29 Prosinecki hraunar yfir enska landsliðið Enska landsliðið er svo lélegt að aðeins tveir leikmenn þess kæmust í króatíska landsliðið - og það aðeins á varamannabekkinn. Þetta fullyrðir Robert Prosinecki, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður Porsmouth. 19.12.2007 15:11 Michael Jordan æfir með Bobcats Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er nú búinn að taka fram skóna að nýju og æfir á fullu með liði Charlotte Bobcats í NBA deildinni. Jordan er í stjórn félagsins og ákvað að reyna að efla andann í liðinu með uppátæki sínu, en liðinu hefur gengið afleitlega á síðustu vikum. 19.12.2007 14:55 Eiður Smári verður ekki keyptur til West Ham Vísir hefur heimildir fyrir því að engin sérstök kaup séu fyrirhuguð hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham í janúarglugganum og því sé Eiður Smári Guðjohnsen ekki á óskalista félagsins eins og talað er um í bresku blöðunum. 19.12.2007 13:54 Markmiðið er að koma liðinu í A-deild Ágúst Björgvinsson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við KKÍ og mun stýra kvennalandsliðinu næstu fjögur árin. Hann er mjög spenntur fyrir verkefninu. 19.12.2007 13:42 Auðvelt að segja já Sigurður Ingimundarson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að halda áfram með karlalandsliðið í körfubolta þegar hann var beðinn um það. Sigurður hefur verið með liðið í fjögur ár og skrifaði undir tveggja ára framlengingu á blaðamannafundi á veitingahúsinu Carpe Diem í dag. 19.12.2007 13:32 Tvö heitustu liðin mætast í kvöld Tvö heitustu liðin í Iceland Express deild kvenna mætast í Grindavík í kvöld þegar heimastúlkur mæta toppliði KR sem komst á toppinn með því að vinna Keflavík 90-81 í síðustu umferð. 19.12.2007 13:02 Ágúst tekur við kvennalandsliðinu Körfuknattleikssamband Íslands hélt fréttamannafund nú í hádeginu þar sem tilkynnt var að Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, taki við þjálfun kvennalandsliðsins í körfubolta. Þá var tilkynnt að Sigurður Ingimundarson verði áfram með karlaliðið. Vísir tekur þjálfarana í létt spjall síðar í dag. 19.12.2007 12:15 Jonathan Evans sá handtekni Breska blaðið Sun segir að það hafi verið norður-írski landsliðsmaðurinn Jonathan Evans hjá Manchester United sem hafi verið handtekinn í tengslum við nauðgunarmálið sem kom upp í jólateiti liðsins á dögunum. 19.12.2007 11:31 Gerrard verður ekki með í kvöld Fyrirliðinn Steven Gerrard verður ekki með Liverpool í kvöld þegar liðið sækir Chelsea heim í stórleiknum í 8 liða úrslitum enska deildarbikarsins. Gerrard er með magapest og því gæti Spánverjinn Xabi Alonso hugsanlega fengið sitt fyrsta tækifæri síðan hann meiddist í október. 19.12.2007 10:29 Lögregla yfirheyrir grunaðan nauðgara Lögreglan í Manchester hefur nú til yfirheyrslu 19 ára gamlan pilt sem grunaður er um að hafa nauðgað stúlku í jólateiti leikmanna Manchester United á hóteli í borginni á dögunum. Ekki hefur fengist staðfest hvort maðurinn tengist liðinu. 19.12.2007 10:23 Romario fær 120 daga bann Markamaskínan Romario hefur verið dæmdur í 120 leikja bann fyrir að falla á lyfjaprófi á dögunum, en hann kenndi skallameðali um að hafa fallið á prófinu. 19.12.2007 10:19 Keyrði fullur á afmælisdaginn Harðjaxlinn Charles Oakley sem á árum áður lék með New York Knicks í NBA deildinni hélt full glannalega upp á 44 ára afmælið sitt á dögunum. Hann var handtekinn ölvaður á bíl sínum norðan við Atlanta og þurfti að dúsa þrjá tíma í fangaklefa. Hann sýndi lögreglu þó engan mótþróa og hegðaði sér vel ef marka má frétt New York Daily News. 19.12.2007 10:11 Drogba: Ég gæti misst af Afríkukeppninni Framherjinn öflugi Didier Drogba hjá Chelsea viðurkennir að svo gæti farið að hann missti af Afríkukeppninni á næsta ári eftir hnéaðgerðina á dögunum. 19.12.2007 10:06 Riise vill ekki fara frá Liverpool Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise segist ekki vilja fara frá Liverpool þrátt fyrir orðróm um að spænska félagið Valencia hafi áhuga á að fá hann til sín í janúar. 19.12.2007 10:03 Carragher stendur fastur á sínu Varnarjaxlinn Jamie Carragher hjá Liverpool segist ekki ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hætta með enska landsliðinu þó nú sé kominn nýr landsliðsþjálfari. 19.12.2007 10:00 Vignir stóðst læknisskoðun hjá Lemgo Nú er ekkert því til fyrirstöðu að landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson geti gengið í raðir Lemgo í Þýskalandi á næstu leiktíð eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá þýska liðinu í fyrradag. Vignir hefur leikið með Skjern í Danmörku undanfarin þrjú ár en gengur nú til liðs við Loga Geirsson og félaga í Þýskalandi. 19.12.2007 09:52 Lakers lagði Chicago Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann góðan sigur á Chicago á útivelli 103-91, en stuðningsmenn Chicago létu þá vera að kalla nafn Bryant eins og þeir gerðu eftir eitt stórtap liðsins í haust. 19.12.2007 09:33 Castillo lánaður til Manchester City Nery Castillo, landsliðsmaður frá Mexíkó, hefur verið lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City frá úkraínska liðinu Shaktar Donetsk. 18.12.2007 23:15 Unglingarnir í Arsenal áfram Arsenal vann sér í kvöld sæti í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar eftir 3-2 sigur á Blackburn í framlengdum leik á Ewood Park í kvöld. 18.12.2007 22:33 Tottenham lagði Manchester City Manchester City tapaði fyrsta leik sínum á heimavelli á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Tottenham í kvöld, 2-0, í ensku deildabikarkeppninni. 18.12.2007 21:53 Valur vann Fjölni Valur vann í kvöld dýrmætan sigur á Fjölni í Iceland Express deild kvenna en liðin eru bæði í neðri hluta deildarinnar. 18.12.2007 21:19 Gummersbach úr leik í bikarnum Gummersbach féll úr leik í fjórðungsúrslitum þýsku bikarkeppninnar eftir að liðið tapaði fyrir Hamburg á útivelli, 33-30. 18.12.2007 21:07 Undankeppnin í Asíu endurtekin Alþjóðahandboltasambandið, IHF, hefur ákveðið að endurtaka skuli undankeppni Asíu fyrir Ólympíuleikanna í handbolta vegna ásakana um spillingu. 18.12.2007 20:15 Rógvi til Noregs Fyrrum leikmaður KR, Færeyingurinn Rógvi Jacobsen, hefur gengið til liðs við norska 1. deildarliðið Hödd. 18.12.2007 19:45 Alonso gæti spilað með Liverpool á morgun Xabi Alonso gæti spilað með Liverpool á morgun þegar liðið mætir Chelsea í ensku deildarbikarkeppninni. 18.12.2007 19:15 Grétar Rafn dreymir um ensku úrvalsdeildina Grétar Rafn Steinsson sagði í samtali við hollenska sjónvarpsstöð að hann vilji gjarnan einhverntímann fá að spila í ensku úrvalsdeildinni. 18.12.2007 18:22 Auðvitað á Eiður að byrja gegn Real Madrid Pitu Abril, dálkahöfundur í spænska dagblaðinu El Mundo Deportivo, segir að Eiður Smári Guðjohnsen eigi að sjálfsögðu að halda sæti sínu í byrjunarliði Barcelona gegn Real Madrid um helgina. 18.12.2007 18:10 Jóhannes Karl fékk fjögurra leikja bann Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins sem sagði áfrýjun Burnley á spjaldinu tilgangslausa. 18.12.2007 17:37 Sörensen vill fara frá Aston Villa Danski landsliðsmarkvörðurinn Thomas Sörensen sagði í dag að hann vilji fara frá Aston Villa enda lítur ekki út fyrir að honum verði boðinn nýr samningur hjá félaginu. 18.12.2007 17:21 Stúlku nauðgað í jólateiti Manchester United Lögreglan í Manchester er nú að rannsaka meinta nauðgun sem átti sér stað á hóteli í borginni á sama tíma og lið Manchester United hélt þar jólaveislu. Enginn hefur enn verið handtekinn og enn sem komið er bendir ekkert til þess að leikmenn félagsins séu viðriðnir málið. 18.12.2007 16:07 Sjá næstu 50 fréttir
Fyrsta stigið hjá Kragerö Magnús Ísak Ásbergsson og félagar í norska úrvalsdeildarliðinu Kragerö unnu sitt fyrsta stig í deildinni í kvöld með því að ná jafntefli gegn Haugaland. 19.12.2007 22:06
Gríðarmikilvægur sigur Vals Valur fór í jólafríið á jákvæðum nótum eftir góðan sigur á HK á heimavelli í kvöld, 33-26, í N1-deild karla. 19.12.2007 21:53
Chelsea sló út Liverpool Liverpool er úr leik í ensku deildabikarkeppninni eftir 2-0 tap fyrir Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. 19.12.2007 21:38
Loksins sigur hjá HK Malmö Sænska úrvalsdeildarliðið HK Malmö vann í kvöld sinn fyrsta sigur í síðustu ellefu deildarleikjum í Svíþjóð er liðið vann mikilvægan sigur á Trelleborg, 36-28. 19.12.2007 21:31
Stjarnan hefndi ófaranna Fyrir rúmum tveimur vikum féllu bikarmeistarar Stjörnunnar úr leik í bikarkeppninni þegar liðið tapaði fyrir Fram í æsispennandi leik í fjórðungsúrslitum. 19.12.2007 21:21
GOG nálgast toppsætið GOG vann í kvöld sigur á Fredericia á útivelli en fimm íslenskir handboltakappar komu við sögu í leiknum. 19.12.2007 21:16
Grindavík vann KR í æsispennandi leik Grindavík vann í kvöld KR í æsispennandi leik í toppslag í Iceland Express deild kvenna. Góð byrjun Grindvíkinga í fjórða leikhluta tryggði á endanum tveggja stiga sigur, 86-84. 19.12.2007 21:06
Heiðmar og félagar úr leik í bikarnum Ekker Íslendingalið komst í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar en fjórðungsúrslitunum lauk í kvöld með tveimur leikjum. 19.12.2007 20:58
Jonathan Evans laus gegn tryggingu Jonathan Evans, leikmanni Manchester United, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingargjaldi. Hann gaf sig fram við lögregluna í gærkvöldi. 19.12.2007 20:12
Wayne kvænist Coleen í sumar Wayne Rooney ætlar að nýta sér tækifærið fyrst England komst ekki í úrslitakeppni EM til að kvænast sinni heittelskuðu Coleen McLoughlin í júní á næsta ári. 19.12.2007 19:11
Kristinn Jakobsson verður fjórði dómari á EM í fótbolta Kristinn Jakobsson er einn átta dómara í Evrópu sem var valinn til að starfa sem fjórði dómari á leikjum úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. 19.12.2007 18:14
Raikkönen sniðgenginn í Finnlandi Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen varð í ár fyrsti Finninn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 síðan árið 1999. Þessi frábæri árangur skilaði honum þó aðeins í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins í Finnlandi. 19.12.2007 16:27
Brottvísun Bangura frestað Knattspyrnumaðurinn Al Bangura hjá Watford verður ekki rekinn úr landi á Englandi strax eins og fyrirhugað var eftir að máli hans var áfrýjað til innanríkisráðuneytisins. 19.12.2007 16:20
Stuðningsmenn Knicks heimta höfuð Thomas Stuðningsmenn New York Knicks eru nú búnir að fá sig fullsadda af vanhæfni þjálfarans Isiah Thomas og hafa skipulagt kröfugöngu í kvöld þar sem þeir krefjast þess að hann verði rekinn tafarlaust. 19.12.2007 15:40
Sanchez til sölu á eBay fyrir þúsund krónur Stuðningsmenn Fulham virðast vera orðnir leiðir á knattspyrnustjóranum Lawrie Sanchez og vilja fá nýjan stjóra í jólagjöf ef marka má verkleg mótmæli eins þeirra. Hann hefur auglýst Lawrie Sanchez til sölu á uppboðsvefnum eBay. 19.12.2007 15:29
Prosinecki hraunar yfir enska landsliðið Enska landsliðið er svo lélegt að aðeins tveir leikmenn þess kæmust í króatíska landsliðið - og það aðeins á varamannabekkinn. Þetta fullyrðir Robert Prosinecki, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður Porsmouth. 19.12.2007 15:11
Michael Jordan æfir með Bobcats Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er nú búinn að taka fram skóna að nýju og æfir á fullu með liði Charlotte Bobcats í NBA deildinni. Jordan er í stjórn félagsins og ákvað að reyna að efla andann í liðinu með uppátæki sínu, en liðinu hefur gengið afleitlega á síðustu vikum. 19.12.2007 14:55
Eiður Smári verður ekki keyptur til West Ham Vísir hefur heimildir fyrir því að engin sérstök kaup séu fyrirhuguð hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham í janúarglugganum og því sé Eiður Smári Guðjohnsen ekki á óskalista félagsins eins og talað er um í bresku blöðunum. 19.12.2007 13:54
Markmiðið er að koma liðinu í A-deild Ágúst Björgvinsson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við KKÍ og mun stýra kvennalandsliðinu næstu fjögur árin. Hann er mjög spenntur fyrir verkefninu. 19.12.2007 13:42
Auðvelt að segja já Sigurður Ingimundarson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að halda áfram með karlalandsliðið í körfubolta þegar hann var beðinn um það. Sigurður hefur verið með liðið í fjögur ár og skrifaði undir tveggja ára framlengingu á blaðamannafundi á veitingahúsinu Carpe Diem í dag. 19.12.2007 13:32
Tvö heitustu liðin mætast í kvöld Tvö heitustu liðin í Iceland Express deild kvenna mætast í Grindavík í kvöld þegar heimastúlkur mæta toppliði KR sem komst á toppinn með því að vinna Keflavík 90-81 í síðustu umferð. 19.12.2007 13:02
Ágúst tekur við kvennalandsliðinu Körfuknattleikssamband Íslands hélt fréttamannafund nú í hádeginu þar sem tilkynnt var að Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, taki við þjálfun kvennalandsliðsins í körfubolta. Þá var tilkynnt að Sigurður Ingimundarson verði áfram með karlaliðið. Vísir tekur þjálfarana í létt spjall síðar í dag. 19.12.2007 12:15
Jonathan Evans sá handtekni Breska blaðið Sun segir að það hafi verið norður-írski landsliðsmaðurinn Jonathan Evans hjá Manchester United sem hafi verið handtekinn í tengslum við nauðgunarmálið sem kom upp í jólateiti liðsins á dögunum. 19.12.2007 11:31
Gerrard verður ekki með í kvöld Fyrirliðinn Steven Gerrard verður ekki með Liverpool í kvöld þegar liðið sækir Chelsea heim í stórleiknum í 8 liða úrslitum enska deildarbikarsins. Gerrard er með magapest og því gæti Spánverjinn Xabi Alonso hugsanlega fengið sitt fyrsta tækifæri síðan hann meiddist í október. 19.12.2007 10:29
Lögregla yfirheyrir grunaðan nauðgara Lögreglan í Manchester hefur nú til yfirheyrslu 19 ára gamlan pilt sem grunaður er um að hafa nauðgað stúlku í jólateiti leikmanna Manchester United á hóteli í borginni á dögunum. Ekki hefur fengist staðfest hvort maðurinn tengist liðinu. 19.12.2007 10:23
Romario fær 120 daga bann Markamaskínan Romario hefur verið dæmdur í 120 leikja bann fyrir að falla á lyfjaprófi á dögunum, en hann kenndi skallameðali um að hafa fallið á prófinu. 19.12.2007 10:19
Keyrði fullur á afmælisdaginn Harðjaxlinn Charles Oakley sem á árum áður lék með New York Knicks í NBA deildinni hélt full glannalega upp á 44 ára afmælið sitt á dögunum. Hann var handtekinn ölvaður á bíl sínum norðan við Atlanta og þurfti að dúsa þrjá tíma í fangaklefa. Hann sýndi lögreglu þó engan mótþróa og hegðaði sér vel ef marka má frétt New York Daily News. 19.12.2007 10:11
Drogba: Ég gæti misst af Afríkukeppninni Framherjinn öflugi Didier Drogba hjá Chelsea viðurkennir að svo gæti farið að hann missti af Afríkukeppninni á næsta ári eftir hnéaðgerðina á dögunum. 19.12.2007 10:06
Riise vill ekki fara frá Liverpool Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise segist ekki vilja fara frá Liverpool þrátt fyrir orðróm um að spænska félagið Valencia hafi áhuga á að fá hann til sín í janúar. 19.12.2007 10:03
Carragher stendur fastur á sínu Varnarjaxlinn Jamie Carragher hjá Liverpool segist ekki ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hætta með enska landsliðinu þó nú sé kominn nýr landsliðsþjálfari. 19.12.2007 10:00
Vignir stóðst læknisskoðun hjá Lemgo Nú er ekkert því til fyrirstöðu að landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson geti gengið í raðir Lemgo í Þýskalandi á næstu leiktíð eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá þýska liðinu í fyrradag. Vignir hefur leikið með Skjern í Danmörku undanfarin þrjú ár en gengur nú til liðs við Loga Geirsson og félaga í Þýskalandi. 19.12.2007 09:52
Lakers lagði Chicago Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann góðan sigur á Chicago á útivelli 103-91, en stuðningsmenn Chicago létu þá vera að kalla nafn Bryant eins og þeir gerðu eftir eitt stórtap liðsins í haust. 19.12.2007 09:33
Castillo lánaður til Manchester City Nery Castillo, landsliðsmaður frá Mexíkó, hefur verið lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City frá úkraínska liðinu Shaktar Donetsk. 18.12.2007 23:15
Unglingarnir í Arsenal áfram Arsenal vann sér í kvöld sæti í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar eftir 3-2 sigur á Blackburn í framlengdum leik á Ewood Park í kvöld. 18.12.2007 22:33
Tottenham lagði Manchester City Manchester City tapaði fyrsta leik sínum á heimavelli á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Tottenham í kvöld, 2-0, í ensku deildabikarkeppninni. 18.12.2007 21:53
Valur vann Fjölni Valur vann í kvöld dýrmætan sigur á Fjölni í Iceland Express deild kvenna en liðin eru bæði í neðri hluta deildarinnar. 18.12.2007 21:19
Gummersbach úr leik í bikarnum Gummersbach féll úr leik í fjórðungsúrslitum þýsku bikarkeppninnar eftir að liðið tapaði fyrir Hamburg á útivelli, 33-30. 18.12.2007 21:07
Undankeppnin í Asíu endurtekin Alþjóðahandboltasambandið, IHF, hefur ákveðið að endurtaka skuli undankeppni Asíu fyrir Ólympíuleikanna í handbolta vegna ásakana um spillingu. 18.12.2007 20:15
Rógvi til Noregs Fyrrum leikmaður KR, Færeyingurinn Rógvi Jacobsen, hefur gengið til liðs við norska 1. deildarliðið Hödd. 18.12.2007 19:45
Alonso gæti spilað með Liverpool á morgun Xabi Alonso gæti spilað með Liverpool á morgun þegar liðið mætir Chelsea í ensku deildarbikarkeppninni. 18.12.2007 19:15
Grétar Rafn dreymir um ensku úrvalsdeildina Grétar Rafn Steinsson sagði í samtali við hollenska sjónvarpsstöð að hann vilji gjarnan einhverntímann fá að spila í ensku úrvalsdeildinni. 18.12.2007 18:22
Auðvitað á Eiður að byrja gegn Real Madrid Pitu Abril, dálkahöfundur í spænska dagblaðinu El Mundo Deportivo, segir að Eiður Smári Guðjohnsen eigi að sjálfsögðu að halda sæti sínu í byrjunarliði Barcelona gegn Real Madrid um helgina. 18.12.2007 18:10
Jóhannes Karl fékk fjögurra leikja bann Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins sem sagði áfrýjun Burnley á spjaldinu tilgangslausa. 18.12.2007 17:37
Sörensen vill fara frá Aston Villa Danski landsliðsmarkvörðurinn Thomas Sörensen sagði í dag að hann vilji fara frá Aston Villa enda lítur ekki út fyrir að honum verði boðinn nýr samningur hjá félaginu. 18.12.2007 17:21
Stúlku nauðgað í jólateiti Manchester United Lögreglan í Manchester er nú að rannsaka meinta nauðgun sem átti sér stað á hóteli í borginni á sama tíma og lið Manchester United hélt þar jólaveislu. Enginn hefur enn verið handtekinn og enn sem komið er bendir ekkert til þess að leikmenn félagsins séu viðriðnir málið. 18.12.2007 16:07