Fleiri fréttir

Hamilton tekinn fyrir hraðakstur

Breski formúluökuþórinn Lewis Hamilton var tekinn fyrir hraðakstur í Frakklandi á sunnudaginn þar sem hann ók Benz bifreið sinni tæplega 200 kílómetra hraða á klukkustund. Leyfilegur hámarkshraði á hraðbrautinni var 130 kílómetrar, en Hamilton missir prófið í einn mánuð og þarf að greiða sekt.

Cesc er að verða harður nagli

Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að Cesc Fabregas sé að verða miklu meiri harðnagli en hann var þegar hann var yngri. Hann segir Spánverjann unga tilbúinn í að fylla skarð Patrick Vieira á miðjunni hjá Arsenal.

Fæ mér ekki í glas fyrr en við verðum meistarar

William Gallas var hetja Arsenal á sunnudaginn þegar liðið skellti fyrrum félögum hans í Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Gallas skoraði sigurmarkið í leiknum en ætlar ekki að fagna alveg strax.

Valur og Fram drógust ekki saman

Nú í hádeginu var dregið í undanúrslit Eimskipsbikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Fram og Valur, sterkustu liðin í karlaflokki, mætast ekki í undanúrslitunum.

Capello hrósar David Beckham

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, setti David Beckham út í kuldann þegar hann þjálfaði Real Madrid á sínum tíma.

Völlurinn verður klár 2011

Liverpool mun flytja á nýjan heimavöll árið 2011 eins og áætlað var, en hönnun hans verður þó ekki jafn róttæk og áætlað var hjá forráðamönnum félagsins. Völlurinn mun taka 70,000 manns í sæti. Þetta staðfesti Rick Parry, framkvæmdastjóri félagsins.

Óttast að heimamenn séu út úr myndinni

Alan Curbishley, stóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, segist óttast að Steve McClaren hafi verið síðasti Englendingurinn sem fær tækifæri til að þjálfa enska landsliðið.

Koeman hefur áhuga á Riise

Ronald Koeman, þjálfari Valencia á Spáni, fer ekki leynt með áhuga sinn á að kaupa bakvörðinn John Arne Riise frá Liverpool. "Hann er reynslumikill leikmaður sem gæti komið sér vel fyrir okkur," sagði Koeman í samtali við Daily Mirror í dag.

Fyrsta tap San Antonio á heimavelli

Phoenix Suns varð í nótt fyrsta liðið til að leggja San Antonio á heimavelli þess með 100-95 sigri í Texas. Grant Hill skoraði 22 stig fyrir Phoenix en Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio.

Kaka leikmaður ársins hjá FIFA

Kaka frá Brasilíu var í dag útnefndur leikmaður ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Landa hans, Marta, er knattspyrnukona ársins.

Eiður áfram með landsliðinu og Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen staðfesti nú í kvöld í samtali við Vísi að hann ætlaði sér að spila áfram með íslenska landsliðinu sem og að klára tímabilið með Barcelona.

Rúnar heiðraður af KSÍ

Rúnar Kristinsson var í dag heiðraður fyrir að hafa á sínum ferli leikið meira en 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Magnús Páll fékk bronsskóinn í dag

Magnús Páll Gunnarsson, leikmaður Breiðabliks, fékk í dag loksins afhentan bronsskóinn aðeins fáeinum dögum eftir deiluna í kringum Íslenska knattspyrnu 2007.

Hermann: Ágætt að prufa bekkinn

Hermann Hreiðarsson var í dag kjörinn knattspyrnumaður ársins af KSÍ. Hann segist ekki kvíða framtíðinni hjá Portsmouth þótt hann hafi þurft að verma bekkinn að undanförnu.

Terry verður frá í sex vikur

John Terry, fyrirliði Chelsea, verður frá keppni í sex vikur eftir að í ljós kom að hann brákaði þrjú bein í fætinum í samstuði við leikmann Arsenal í viðureign liðanna í gær.

TCU tapaði í framlengingu

Helena Sverrisdóttir skoraði níu stig þegar lið hennar í bandaríska háskólaboltanum, TCU, tapaði fyrir Florida Gators á útivelli í gær.

Fabio Capello - Heilræðavísur

Almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford skrifar í dag opið bréf til Fabio Capello þar sem varar landsliðsþjálfarann við því hvað bíði hans í starfinu. Bréfið birtist í breska blaðinu Times.

Útsala í Kænugarði

Forseti Dynamo Kiev hefur lofað að tekið verði rækilega til í herbúðum liðsins eftir arfaslakan árangur þess í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið hafnaði í neðsta sæti og fékk ekki eitt einasta stig.

Alfreð framlengir við Gummersbach til 2010

Landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Gummersbach til ársins 2010. Alfreð tók við liðinu árið 2006 eftir að hafa náð frábærum árangri með Magdeburg þar áður.

Eboue bað Terry afsökunar

Miðjumaðurinn Emmanuel Eboue hjá Arsenal bað John Terry fyrirliða Chelsea afsökunar á að hafa valdið meiðslum hans í leik liðanna um helgina. Þetta segir framherji Chelsea, Salomon Kalou.

Lofar að koma Englandi aftur á toppinn

Fabio Capello var í dag vígður formlega inn í starf landsliðsþjálfara Englendinga. Hann lofar að koma landsliðinu aftur í hóp þeirra bestu og ætlar að vera búinn að læra ensku þegar hann hittir leikmenn sína í fyrsta sinn í næsta mánuði.

Alvaran að byrja hjá Boston

Gamla stórveldið Boston Celtics hefur byrjað betur en nokkur þorði að vona í NBA deildarkeppninni í haust og hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum.

Marcus Bent er leikmaður 17. umferðar

Framherjinn Marcus Bent hjá Wigan fór á kostum í fjörugasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þrennu í sigri Wigan á Blackburn í sveiflukenndum 5-3 sigri heimamanna.

Hvert toppliðanna á erfiðustu jólatörnina?

Nú fer brátt í hönd hin alræmda jólatörn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem leikið er þétt yfir hátíðarnar. Stjórar hinna fjögurra fræknu leggja mikið upp úr hagstæðum úrslitum í törninni og hér fyrir neðan gefur að líta yfirlit yfir andstæðinga þeirra yfir hátíðarnar.

Vitum meira á nýársdag

Sir Alex Ferguson segir næstu fjóra leiki sinna manna í Manchester United yfir jólavertíðina þá mikilvægustu á leiktíðinni, því að þeim loknum sjái hann hve góða möguleika liðið eigi í titilvörninni. Þá sjái hann einnig hverjir helstu keppinautarnir verði.

Staffan undir hnífinn

Fyrrum stórskyttan Staffan Olsson hjá sænska landsliðinu í handbolta þarf að taka sér frí frá þjálfun Hammarby á næstu vikunum. Kappinn þarf að fara í aðgerð þar sem skipta þarf um hjartaloku, en það er galli sem fannst þegar hann var á unglingsaldri. Hann fer í aðgerðina í næsta mánuði en ætlar svo að snúa aftur á hliðarlínuna eftir um 6-8 vikur.

Tiger sigraði með yfirburðum á mótinu sínu

Ameríski kylfingurinn Tiger Woods vann nokkuð öruggan sigur á boðsmóti sínu í Kaliforníu í gærkvöld þar sem 16 stórmeistarar leiddu saman hesta sína. Woods lauk keppni á 22 höggum undir pari eftir að hafa leikið lokahringinn á fjórum undir. Næstur kom landi hans Zach Johnson á 15 undir pari.

Ísland niður um eitt sæti

Íslenska landsliðið fellur um eitt sæti á FIFA listanum sem birtur var í morgun og situr í 90. sæti listans. Staða efstu liða breytist ekki þar sem Argentína er í efsta sætinu, Brasilía í öðru og heimsmeistarar Ítalíu í þriðja.

Spilaði fullur allan ferilinn

Framherjinn Keon Clark sem lagði skóna á hilluna í NBA fyrir nokkrum árum, viðurkenndi í viðtali á dögunum að hann hefði ekki spilað einn einasta leik í deildinni alsgáður.

Scholes og Carragher aftur í landsliðið?

Fabio Capello verður formlega kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari Englendinga í dag. Hann hefur látið í veðri vaka að hann muni reyna að fá menn eins og Jamie Carragher og Paul Scholes til að taka landsliðsskóna fram að nýju.

Látbragð Ashley Cole til rannsóknar

Ashley Cole hjá Chelsea gæti átt yfir höfði sér refsingu frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins í gær fyrir fingrabendingar í átt til stuðningsmanna Arsenal í leik liðanna í gær. Cole lék áður með Arsenal og fær því jafnan kaldar kveðjur frá fyrrum stuðningsmönnum sínum.

Terry óbrotinn

John Terry, fyrirliði Chelsea, slapp óbrotinn í gær eftir samstuð sitt við Emmanuel Eboue hjá Arsenal í leik liðanna, en vera má að hann hafi skaddað liðbönd á ökklanum. Reiknað er með að það komi í ljós síðar í dag hvort varnarmaðurinn missir af jólavertíðinni með liði sínu.

Níu sigrar í röð hjá Boston

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann sinn níunda leik í röð þegar liðið skellti Toronto á útivelli og er það lengsta sigurganga liðsins síðan árið 1993.

Maldini hættir í lok tímabilsins

Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor.

Emil ekki með Reggina í dag

Reggina tapaði í dag á útivelli fyrir Parma, 3-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Emil Hallfreðsson lék ekki með Reggina í dag vegna meiðsla.

Rússar heimsmeistarar í handbolta

Rússar urðu í dag heimsmeistarar í handbolta eftir sigur á Norðmönnum í úrslitaleik á HM kvenna í Frakklandi í dag.

Arsenal endurheimti toppsætið

Arsenal vann í dag dýrmætan sigur á Chelsea á heimavelli, 1-0, og endurheimti þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir