Körfubolti

Valur vann Fjölni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Molly Peterman skoraði 34 stig í kvöld.
Molly Peterman skoraði 34 stig í kvöld. Mynd/Anton

Valur vann í kvöld dýrmætan sigur á Fjölni í Iceland Express deild kvenna en liðin eru bæði í neðri hluta deildarinnar.

Valur vann leikinn, 89-70, eftir að staðan var 45-36 í hálfleik. Molly Peterman var stigahæst í liði Vals með 34 stig en hún tók tólf fráköst þar að auki. Þórunn Bjarnadóttir kom næst með átján stig og ellefu fráköst en Tinna B. Sigmundsdóttir var með sextán stig, tólf stoðsendingar og sjö stolna bolta.

Hjá Fjölni voru þær Birna Eiríksdóttir og Slavica Dimovska stigahæstar með 23 stig hvor. Efemia R. Sigurbjörnsdóttir kom næst með ellefu stig.

Valur er með sex stig í þriðja neðsta sæti deildarinnar, Hamar er með fjögur en Fjölnir er á botninum með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×