Handbolti

Heiðmar og félagar úr leik í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðmar Felixsson í leik með íslenska landsliðinu.
Heiðmar Felixsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Hari

Ekker Íslendingalið komst í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar en fjórðungsúrslitunum lauk í kvöld með tveimur leikjum.

Heiðmar Felixsson og félagar í 1. deildarliðinu Hannover-Burgdorf átti erfitt uppdráttar gegn úrvalsdeildarliðinu Rhein-Neckar Löwen og tapaði, 40-28.

Heiðmar skoraði fimm mörk fyrir Hannover-Burgdorf, rétt eins og Robertas Pauzuolis, fyrrum leikmaður Hauka.

Þá vann Nordhorn nauman sigur á Düsseldorf, 30-29, og er komið áfram í undanúrslit ásamt Rhein-Neckar Löwen, Kiel og Hamburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×