Lakers lagði Chicago 19. desember 2007 09:33 Kobe Bryant lætur nárameiðsli ekki stöðva sig NordicPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann góðan sigur á Chicago á útivelli 103-91, en stuðningsmenn Chicago létu þá vera að kalla nafn Bryant eins og þeir gerðu eftir eitt stórtap liðsins í haust. Chicago var eitt þeirra liða sem orðað hafði verið við Bryant eftir að hann fór fram á að verða skipt frá Lakers í sumar og eftir eitt stórtapið í haust hrópuðu stuðningsmenn Chicago "Kobe, Kobe" og lýstu yfir vilja sínum til að fá skorarann til liðs við félagið. Ekkert slíkt heyrðist í United Center í nótt, en þó sýndi ungur stuðningsmaður Chicago vilja sinn í verki og mætti í Bulls treyju sem hann var búinn að skrifa á númer Kobe Bryant - númer 24. Sasha Vujacic var stigahæstur í liði Lakers með 19 stig í nótt, Bryant bætti við 18 stigum þrátt fyrir nárameiðsli og Lamar Odom skoraði 17 stig og hirti 16 fráköst. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago, sem hefur unnið aðeins 8 leiki í deildinni og tapað 14. Lakers hefur aftur unnið 15 og tapað 9. Sacramento vann góðan útisigur á New Jersey 106-101. Richard Jefferson skoraði 36 stig fyrir heimamenn og Jason Kidd skoraði 11 stig, hirti 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. John Salomons átti sinn besta leik á ferlinum fyrir Sacramento og skoraði 31 stig, Francisco Garcia skoraði 24 af bekknum, Brad Miller skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst og Ron Artest skoraði 20 stig. Loks vann Toronto sigur á LA Clippers á útivelli 80-77 þar sem Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto og varð þar með frákastahæsti leikmaður í sögu Toronto og komst upp fyrir Antonio Davis á listanum. Corey Maggette skoraði 22 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 12 stig og hirti 16 fráköst. NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann góðan sigur á Chicago á útivelli 103-91, en stuðningsmenn Chicago létu þá vera að kalla nafn Bryant eins og þeir gerðu eftir eitt stórtap liðsins í haust. Chicago var eitt þeirra liða sem orðað hafði verið við Bryant eftir að hann fór fram á að verða skipt frá Lakers í sumar og eftir eitt stórtapið í haust hrópuðu stuðningsmenn Chicago "Kobe, Kobe" og lýstu yfir vilja sínum til að fá skorarann til liðs við félagið. Ekkert slíkt heyrðist í United Center í nótt, en þó sýndi ungur stuðningsmaður Chicago vilja sinn í verki og mætti í Bulls treyju sem hann var búinn að skrifa á númer Kobe Bryant - númer 24. Sasha Vujacic var stigahæstur í liði Lakers með 19 stig í nótt, Bryant bætti við 18 stigum þrátt fyrir nárameiðsli og Lamar Odom skoraði 17 stig og hirti 16 fráköst. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago, sem hefur unnið aðeins 8 leiki í deildinni og tapað 14. Lakers hefur aftur unnið 15 og tapað 9. Sacramento vann góðan útisigur á New Jersey 106-101. Richard Jefferson skoraði 36 stig fyrir heimamenn og Jason Kidd skoraði 11 stig, hirti 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. John Salomons átti sinn besta leik á ferlinum fyrir Sacramento og skoraði 31 stig, Francisco Garcia skoraði 24 af bekknum, Brad Miller skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst og Ron Artest skoraði 20 stig. Loks vann Toronto sigur á LA Clippers á útivelli 80-77 þar sem Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto og varð þar með frákastahæsti leikmaður í sögu Toronto og komst upp fyrir Antonio Davis á listanum. Corey Maggette skoraði 22 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 12 stig og hirti 16 fráköst.
NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira