Fleiri fréttir

Barcelona í undanúrslit bikarsins

Ousmane Dembele skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Barcelona á Real Sociedad í 8-liða úrslitum spænska konungsbikarsins í knattspyrnu.

Svíar og Frakkar áfram en Gottfridsson meiddist

Svíþjóð og Frakkland tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í handknattleik með sigrum á Egyptum og Þjóðverjum. Sigur Svía gæti þó orðið þeim dýrkeyptur.

Stórsigrar hjá Njarðvík og Val

Njarðvík og Valur unnu stóra sigra í leikjum sínum í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík náði þar með fjórða sætinu aftur af Grindvíkingum.

Willum á skotskónum í Hollandi

Willum Þór Willumsson skoraði mark Go Ahead Eagles sem tapaði 4-1 gegn AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mark Willums kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Þrjú íslensk mörk í tapi Volda

Lið Volda tapaði með níu mörkum gegn Fana í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Rakel Sara Elvarsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir komust á blað hjá Volda í kvöld.

Danir völtuðu yfir Ungverja

Danir eru komnir áfram í undanúrslit heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Ungverjum í 8-liða úrslitum í dag. Ungverjar sáu aldrei til sólar og sigur Dana var gríðarlega sannfærandi.

Nýttu sér vesenið hjá Everton og stálu Danjuma

Arnaut Danjuma gekk í dag til liðs við Tottenham á láni frá spænska félaginu Villareal. Brotthvarf Frank Lampard frá Everton gerði það að verkum að félagið missti af leikmanninum.

Gunnhildur Yrsa komin heim í Stjörnuna

Landsliðskonan margreynda Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Gunnhildur Yrsa kemur til Stjörnunnar frá bandaríska liðinu Orlando Pride.

„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“

„Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta.

Guðný lagði upp dýrmætt mark fyrir Milan

Guðný Árnadóttir átti stóran þátt í 1-0 sigri AC Milan á útivelli gegn Fiorentina í Íslendingaslag í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag.

Hrósuðu mæðgunum: „Örugg­lega að drepast í líkamanum“

Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu samtals tíu mörk fyrir HK í leik gegn Val í Olís-deildinni í handbolta um síðustu helgi. Þær fengu sviðsljósið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudaginn.

Conor sakaður um að hafa beitt konu ofbeldi í afmæli sínu

Írski bardagakappinn Conor McGregor er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ibiza á Spáni en hann er sakaður um að hafa ráðist á konu í 34 ára afmælisfögnuði sínum í fyrra. Samkvæmt talskonu Conors hafnar hann öllum ásökunum konunnar.

Hver vilt þú að stýri íslenska landsliðinu?

Þátttaka strákanna okkar á HM í handbolta verður gerð vandlega upp í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi á morgun. Af því tilefni geta lesendur kosið um það hver þeir telji að sé best til þess fallinn að stýra íslenska landsliðinu næstu misseri.

Kolbeinn frá Dortmund til Freys

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er orðinn fjórði Íslendingurinn í herbúðum danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby en félagið fékk hann frá þýska stórliðinu Dortmund.

Sjá næstu 50 fréttir