Fleiri fréttir

Jesper mun ekki spila á Ís­landi næsta sumar

Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård hefur samið við B-deildarliðið Fredericia í heimalandinu. Hann mun því ekki spila fótbolta á Íslandi næsta sumar en eftir að samningi hans við Val var rift opinberaði Jesper að hann væri til í að vera áfram hér á landi ef rétt tilboð bærist.

Tryllt stemning í Ís­lendinga­partýi fyrir leikinn

Það styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta sem fram fer í kvöld. Stefán Árni Pálsson tók púlsinn á stemningunni hjá íslenskum stuðningsmönnum er þeir hituðu upp fyrir leikinn í Kristianstad.

Pallborðið: HM-veislan hefst í dag

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM þegar það mætir Portúgal í Kristianstad í kvöld. Í tilefni af því var sérstakt HM-Pallborð á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag.

Viktor Gísli með sérhannaða olnbogahlíf frá Össurri

„Ég er mjög spenntur og búinn að bíða lengi eftir þessu og maður er farinn að fá smá fiðring í magann,“ segir markvörður íslenska landsliðsins fyrir fyrstu æfingu íslenska landsliðsins sem mætir Portúgal á HM í kvöld klukkan 19:30.

Hafa aldrei spilað um verðlaun á HM en nokkrum sinnum munaði svo litlu

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti og í raun aldrei spilað um verðlaun ólíkt því sem liðið hefur gert oftar en einu sinni á bæði Ólympíuleikum og Evrópumótum. Nú eru verðlaunavæntingar hjá sumum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst hjá okkar mönnum í kvöld.

Pressan engin afsökun

„Þetta er frábær höll. Ég hef spilað hérna einu sinni eða tvisvar með landsliðinu og félagsliði á móti Óla [Guðmundssyni] og þeim í Meistaradeildinni og hér myndast mikil stemning og þetta er algjör gryfja,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fyrir fyrstu æfingu landsliðsins á HM í handbolta en liðið mætir Portúgal í fyrsta leik mótsins annað kvöld.

Karl G. Benediktsson látinn

Karl G. Benediktsson, fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, er látinn 89 ára að aldri.

Infantino boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu

Gianni Infantino, forseti FIFA, var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss öðru sinni í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins.

Ómar Ingi lætur pressuna ekki trufla sig

Það er mikil pressa á hinum frábæra Ómari Inga Magnússyni á HM. Hann hefur verið óstöðvandi í langan tíma og honum er ætlað að leiða liðið í draumalandið.

Mancini segir frá hinstu ósk vinar síns Vialli

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur greint frá síðustu samskiptunum sem hann átti við fyrrum liðsfélaga sinn og vin til margra ára, Gianluca Vialli. Vialli lést eftir baráttu við krabbamein 6. janúar síðastliðinn.

Spáir Ís­landi heims­meistara­titlinum

Einn sérfræðinga handknattleikshlaðvarpsins (Un)informed Handball Hour spáir Íslandi sigri á heimsmeistaramótinu í handknattleik en mótið hófst í gær. Ísland hefur leik í dag þegar þeir mæta Portúgal.

Dagskráin í dag: HM-Pallborð og CS:GO

HM-Pallborðið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi í dag en íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í kvöld. Þá verður sýnt frá Ljósleiðaradeildinni í CS:GO.

Osaka á von á barni: „Ég verð í Ástralíu árið 2024“

Á dögunum var greint frá því að Naomi Osaka hefði dregið sig úr keppni á Opna ástralska mótinu í tennis en engar upplýsingar voru gefnar um ástæður þar að baki. Nú hefur Osaka hins vegar greint frá því að hún eigi von á barni. 

Messi skoraði í sigri PSG

Lionel Messi skoraði seinna mark PSG í 2-0 sigri liðsins gegn Angers í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. PSG er aftur komið með sex stiga forskot á toppnum.

Southampton sló City úr leik

Southampton gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur á Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. City fer því ekki með gott veganesti inn í helgina þar sem þeir mæta Manchester United.

Frakkar lögðu heimamenn í opnunarleiknum

Frakkar unnu sigur á Pólverjum í opnunarleik heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld. Lokatölur 26-24 og sexföldu heimsmeistararnir byrja því mótið af krafti.

Sigurður: „Erum við að toppa á röngum tíma?“

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna, var að vonum sáttur með fjögurra marka sigur á liði Stjörnunnar í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið en fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með sextán stig.

Maðkur í mysunni í bikarsigri Arsenal?

Leikmaður Oxford er grunaður um veðmálasvindl í bikarleik liðsins gegn Arsenal á mánudagskvöldið. Enska knattspyrnusambandið er með málið til rannsóknar.

Íslands- og bikarmeistari semur við kvennalið HK

HK-konur ætla sér greinilega upp í Bestu deild kvenna í fótbolta næsta haust en liðið hefur bætt við sig erlendum leikmanni sem varð Íslands- og bikarmeistari með Val síðasta sumar.

Sjá næstu 50 fréttir