Sport

Viktor Gísli með sérhannaða olnbogahlíf frá Össurri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viktor Gísli ætlar sér að vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Portúgal sem hefst klukkan 19:30.
Viktor Gísli ætlar sér að vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Portúgal sem hefst klukkan 19:30. Vísir/vilhelm

„Ég er mjög spenntur og búinn að bíða lengi eftir þessu og maður er farinn að fá smá fiðring í magann,“ segir markvörður íslenska landsliðsins fyrir fyrstu æfingu íslenska landsliðsins sem mætir Portúgal á HM í kvöld klukkan 19:30.

Hann segist vera spenntur að standa í rammanum fyrir fram íslensku stuðningsmennina í kvöld.

„Eins og í Þýskalandi þá varði maður bolta fyrir framan tíu þúsund Þjóðverja og fékk ekkert pepp en það verður annað í þessum leik. Það gekk ekkert allt of vel gegn Þjóðverjum fyrir vörnina og markvörsluna en við erum bara ennþá að spila okkur saman og þurfum bara að vera klárir fyrir leikinn gegn Portúgal.“

Hann segir að leikirnir gegn Þjóðverjum hafi bara verið til að reyna finna taktinn en fókusinn hafi alltaf verið fyrir fyrsta leik á HM. Í aðdraganda mótsins meiddist Viktor Gísli á olnboga og spilar hann með hlíf í leikjunum á þessu móti.

„Ég er frábær í olnboganum og fékk nýja hlíf frá Össurri og finn ekki fyrir neinu,“ segir Viktor sem byrjar líklega í marki Íslands gegn Portúgal í kvöld.

Klippa: Viktor Gísli með sérhannaða olnbogahlíf frá Össurri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×