Handbolti

Frakkar lögðu heimamenn í opnunarleiknum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Maciej Gebala sækir að marki Frakka í leiknum í kvöld.
Maciej Gebala sækir að marki Frakka í leiknum í kvöld. Vísir/Getty

Frakkar unnu sigur á Pólverjum í opnunarleik heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld. Lokatölur 26-24 og sexföldu heimsmeistararnir byrja því mótið af krafti.

Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleiknum. Frakkar höfðu þó yfirhöndina og komust mest fjórum mörkum yfir um miðbik hálfleiksins. Í hálfleik munaði þó aðeins einu marki, staðan þá 14-13 Frökkum í vil.

Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. Frakkar voru skrefinu á undan en Pólverjar, sem eru gestgjafar á heimsmeistaramótinu ásamt Svíum, voru þó aldrei langt undan.

Þegar um tíu mínútur voru eftir náðu Frakkar þó smá áhlaupi. Þeir komust í þriggja marka forystu og það bil náðu Pólverjar ekki að brúa þrátt fyrir ágætis tilraunir.

Lokatölur 26-24 og Frakkar vinna því sigur í þessum fyrsta leik heimsmeistaramótsins.

Dika Mem var markahæstur í liði Frakka í kvöld en hann skoraði sex mörk úr átta skotum. Hjá Pólverjum skoruði Szymon Sicko sjö mörk og Arkadiusz Moryto sex.

Frakkar og Pólverjar eru í B-riðli mótsins ásamt Slóveníu og Sádi Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×