Körfubolti

Mágur Curry bræðranna hittir betur en þeir úr þriggja stiga skotum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damion Lee fer hér framhjá mági sínum Stephen Curry í leik Phoenix Suns á móti Golden State Warriors í vetur.
Damion Lee fer hér framhjá mági sínum Stephen Curry í leik Phoenix Suns á móti Golden State Warriors í vetur. Getty/Thearon W. Henderson

Bræðurnir Steph Curry og Seth Curry hafa lengi verið tveir af bestu skotmönnum NBA-deildarinnar og Seth er að margra mati besti skotmaður sögunnar.

Þeir bræður eru samt ekki með bestu þriggja stiga nýtinguna í fjölskyldunni á þessu NBA-tímabili.

Steph og Seth Curry hafa reyndar báðir nýtt yfir 42 prósent þriggja stiga skota sinna á þessari leiktíð en mágur þeirra Damion Lee státar aftur á móti af 47,7 prósent þriggja stiga nýtingu.

Damion Lee er eiginmaður Sydel Curry-Lee sem er yngri systir Steph og Seth. Þau gafa verið gift frá árinu 2018 og eiga son saman sem fæddist árið 2021.

Damion Lee spilaði með Golden State til 2022 og varð NBA-meistari með liðinu á síðasta ári.

Í júlí í fyrra gerði hann aftur á móti samning við Phoenix Suns. Lee hafði nýtt 37 prósent þriggja stiga skota sinna á fjórum tímabilum sínum með Golden State en hann hefur hækkað sig um tíu prósent í vetur.

Lee er með 8,6 stig og 1,8 þrist á 22,0 mínútum spiluðum í leik með Phoenix liðinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×