Handbolti

Spáir Ís­landi heims­meistara­titlinum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Brian Campion, einn af stjórnendum hlaðvarpsins, spáir Íslandi heimsmeistaratitlinum í handknattleik.
Brian Campion, einn af stjórnendum hlaðvarpsins, spáir Íslandi heimsmeistaratitlinum í handknattleik. Instagram (Un)informed Handball Hour

Einn sérfræðinga handknattleikshlaðvarpsins (Un)informed Handball Hour spáir Íslandi sigri á heimsmeistaramótinu í handknattleik en mótið hófst í gær. Ísland hefur leik í dag þegar þeir mæta Portúgal.

Það ríkir töluverð bjartsýni hjá Íslendingum fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem komið er af stað, en Frakkar lögðu Pólverja í gærkvöldi í opnunarleik mótsins.

Sjaldan hefur Ísland haft á að skipa jafn sterku liði og í ár en margir af leikmönnum liðsins eru að leika með gríðarlega sterkum félagsliðum í evrópska handboltanum og hafa verið að spila vel í vetur.

En það eru ekki bara Íslendingar sem spá Íslandi góðu gengi. Handknattleikshlaðvarpið (Un)informed Handball Hour fjallar um handbolta í vikulegum þætti og þeir fengu nokkra sérfræðinga til að spá fyrir um hverjir vinna til verðlauna á mótinu í Póllandi og Svíþjóð.

Hinn danski Rasmus Boysen, sem íslenskir handknattleiksáhugamenn þekkja vel til, spáir Evrópumeisturum Svía heimsmeistaratitlinum og að Danir og Frakkar vinni til silfur- og bronsverðlauna. Hinn norski Stig Nygard spáir Dönum sigri, Spánverjum silfurverðlaunum og Íslendingum bronsi.

Brian Campion, einn stjórnenda hlaðvarpsins, gengur hins vegar svo langt að spá Íslandi sjálfum heimsmeistaratitlinum. Hann segir að Frakkar fái silfur og Svíar brons. Campion því að Ómar Ingi Magnússon verði valinn besti leikmaður mótsins. 

Chris O´Reilly, annar stjórnandi í þættinum, spáir því að Gísli Þorgeir Kristjánsson verði valinn bestur en Svíum gullinu. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir leika báðir með Magdeburg og hafa spilað frábærlega í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þeim sé spáð góðu gengi á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×