Fleiri fréttir

Leikmaður danska landsliðsins í einangrun

Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót.

Dag­skráin í dag: Loka­sóknin og Ljós­leiðara­deildin

Dagskrá dagsins er einföld. Við bjóðum upp á Lokasóknina þar sem farið verður yfir 17. umferðina í NFL-deildinni en nú er aðeins ein umferð eftir af deildarkeppninni. Þá er Ljósleiðaradeildin á sínum stað en þar er keppt í CS:GO.

KR semur við bakvörð frá Litáen

KR, botnlið Subway deildar karla í körfubolta, hefur samið við Justas Tamulis um að leika með liðinu út leiktíðina. KR hefur aðeins unnið einn deildarleik þar sem af er tímabili.

Ó­sáttur Klopp segir Brent­ford „beygja reglurnar“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var verulega ósáttur með 3-1 tap sinna manna gegn Brentford í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Þó myndbandsdómari leiksins hafi tvívegis tekið mark af Brentford í kvöld sá Klopp sig samt sem áður tilneyddan til að gagnrýna dómgæsluna og leikstíl Brentford að leik loknum.

Annáll Bestu deildar karla: Grænn var litur sumarsins 2022

Besta deild karla var gerð upp í Íþróttasíld Stöðvar 2 á gamlársdag. Segja má að Breiðablik hafi stolið senunni árið 2022 en eftir að missa titilinn úr greipum sér árið 2021 kom ekkert annað til greina en að landa þeim stóra. Sumarið 2022 var grænt svo vægt sé tekið til orða.

Brent­ford stöðvaði sigur­göngu Liver­pool

Brentford vann magnaðan 3-1 sigur á Liverpool í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leik hafði Liverpool unnið fjóra deildarleiki í röð. Sigurinn er enn merkilegri fyrir þær sakir að Ivan Toney, markahæsti leikmaður Brentford á leiktíðinni, var fjarri góðu gamni. 

Leik­manna­hópur Freys hjá Lyng­by minnkar

Íslendingalið Lyngby, botnlið dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur misst tvo leikmenn nú þegar í janúarglugganum. Hvort liðið muni styrkja sig áður en leikar hefjast að nýju í deildinni mun koma í ljós.

Luka­ku segir alla vita hvað hann vill

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir allan heiminn vita hvað hann vill, að Inter Milan kaupi sig til baka frá Chelsea en leikmaðurinn er sem stendur á láni hjá Inter frá Chelsea. Þá telur Lukaku að framherjinn fyrrverandi Thierry Henry sé rétti maðurinn til að stýra belgíska landsliðinu.

Vill Mourinho sem næsta Bond skúrk

Verðlaunaleikstjórinn Sam Mendes, sem leikstýrði tveimur kvikmyndum í James Bond-seríunni, segir að José Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, væri frábær sem skúrkur í slíkri mynd.

Jón Daði á skotskónum

Jón Daði Böðvarsson komst á blað er Bolton Wanderers lagði Barnsley í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu Swansea í B-deildinni þarlendis.

„Við erum ekki að spila Monopoly“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ýjaði að því á blaðamannafundi að frekari viðskipta sé ekki að vænta hjá félaginu í janúar. Liðið festi kaup á Cody Gakpo frá PSV í upphafi gluggans.

Toppliðinu berst mikill liðsstyrkur

Emelía Ósk Gunnarsdóttir er gengin í raðir uppeldisfélags síns Keflavíkur fyrir síðari hlutann í Subway-deild kvenna í körfubolta.

Skíðastökkvari fagnaði eins og Haaland

Norðmaðurinn Halvor Egner Granerud stökk lengst allra á virtu nýársmóti skíðastökkvara í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi í gær og hann fagnaði með sérstökum hætti.

Martínez borgar morðfjár fyrir varðhund

Emilano Martínez heldur áfram að koma sér í fréttirnar. Markvörðurinn hefur nú borgað fúlgur fjár fyrir varðhund sem á að verja heimsmeistaramedalíuna hans.

Sjá næstu 50 fréttir