Körfubolti

Margir gapandi yfir öllum á­stæðunum fyrir því að Kyri­e spilar í ellefunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyrie Irving í baráttu um boltann við P.J. Washington hjá Charlotte Hornets.
Kyrie Irving í baráttu um boltann við P.J. Washington hjá Charlotte Hornets. AP/Matt Kelley

Það þýðir ekkert að bjóða körfuboltamanninum Kyrie Irving að spila í öðru númeri. Ótrúlega margar ástæður eru fyrir því að Kyrie spilar í treyju númer ellefu.

Kyrie Irving og félagar í Brooklyn Nets héldu sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta um helgina og unnu þá sinn ellefta sigur í röð.

Irving var stigahæstur í liði Nets með 28 stig á 33 mínútum á móti Charlotte Hornets auk þess að taka 6 fráköst og gefa 4 stoðsendingar.

Sjónvarpskonan Ashley ShahAhmadi komst að merkilegri staðreynd þegar hún var að undirbúa sig fyrir útsendinguna frá leik Nets og Hornets og sagði frá því á meðan leik stóð.

Flestir spila alltaf í sama treyjunúmeri og oftast er mjög góð ástæða fyrir því. Það eru hins vegar ótrúlega margar ástæður fyrir því að Kyrie spilar í treyju númer ellefu.

Faðir Irving spilaði í treyju ellefu í háskóla.

Nafn Kyrie Irving er ellefu stafa langt.

K er ellefti stafurinn í enska stafrófinu.

Kyrie Irving spilaði nákvæmlega ellefu leiki með Duke háskólaliðinu.

Kyrie var valinn númer 1 í 1. umferð í nýliðavalinu 2011.

Hann skoraði sitt ellefu þúsundasta stig í NBA-deildinni 11. dags marsmánaðar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×