Körfubolti

Tólf ára stelpa fékk Durant til að brosa í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant og félagar í Brooklyn Nets vinna hvern leikinn á fætur öðrum þessa dagana.
Kevin Durant og félagar í Brooklyn Nets vinna hvern leikinn á fætur öðrum þessa dagana. AP/Matt Kelley

NBA stórstjarnan Kevin Durant er frábær körfuboltamaður en hann er þó sjaldan í umræðunni um þá allra bestu í sögunni.

Það efast þó fáir að Durant verði í Heiðurshöllinni í framtíðinni og hann er án vafa í hópi allra bestu leikmanna sinnar kynslóðar.

Það er þó til nokkrir sem telja að Durant sé sá besti í sögunni og hann sjálfur gat ekki annað en brosað og kinkað kolli þegar hann sá eitt spjaldið í stúkunni þegar Brooklyn Nets vann sinn ellefta sigur í röð um helgina.

Ung stelpa hélt þá uppi spjaldi sem hún hafði búið til. Á því stóð: KD er Geitin í mínum augum. Fyrirgefðu MJ en ég er bara tólf ára.

Duran sá skiltið, gat ekki haldið aftur af brosinu og sýndi stelpunni að hann kunni að meta þessi skilaboð. Atvikið má sjá hér að ofan.

Hinn 34 ára gamli Kevin Durant hefur spilað í deildinni frá 2007 en hann er með 27,3 stig, 7,1 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í 974 deildarleikjum á ferlinum. Hann er síðan með 29,4 stig í leik í 155 leikjum í úrslitakeppni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×