Körfubolti

KR semur við bakvörð frá Litáen

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, heldur áfram að fá nýja erlenda leikmenn í lið KR.
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, heldur áfram að fá nýja erlenda leikmenn í lið KR. Vísir/Hulda Margrét

KR, botnlið Subway deildar karla í körfubolta, hefur samið við Justas Tamulis um að leika með liðinu út leiktíðina. KR hefur aðeins unnið einn deildarleik þar sem af er tímabili.

Fyrr í dag greindi KR frá því að tveir af erlendum leikmönnum liðsins, EC Matthews og Jordan Semple, væru á förum. Matthews spilar einn leik í viðbót en eftir það mun KR leita sér að nýjum leikmanni frá Bandaríkjunum. Semple væri farinn og í hans stað kæmi nýr Evrópumaður inn í leikmannahóp liðsins.

Sá leikmaður er fundinn en KR hefur staðfest komu Tamulis. Um er að ræða 28 ára gamlan bakvörð frá Litáen. Hann er 1.94 metri á hæð og hefur spilað í Rúmeníu og Litáen við góðan orðstír.

Tamulis er mættur til landsins og verður að öllum líkindum í leikmannahóp KR sem fer til Grindavíkur á fimmtudag í leit að aðeins öðrum deildarsigri tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×