Enginn skorað meira í NBA deildinni í sautján ár: 71 stigs leikur hjá „Spida“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 07:00 Donovan Mitchell (45) fagnar með miðherjanum Jarrett Allen (31) eftir sigurinn í nótt. AP/Ron Schwane Donovan Mitchell fór heldur betur á kostum með Cleveland Cavaliers á móti Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Mitchell skoraði 71 stig í leiknum sem er nýtt félagsmet og það mesta sem leikmaður hefur skorað í NBA-deildinni í einum leik síðan goðsögnin Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Los Angeles Lakers á móti Toronto 22. janúar 2006. Cleveland þurfti líka á öllum þessum stigum að halda því Cavaliers menn lentu 21 stigi undir í leiknum en komu til baka og unnu leikinn á endanum 145-134 í framlengingu. 71 PTS8 REB11 ASTWDonovan Mitchell sets a new scoring record for the Cleveland Cavaliers and becomes only the 7th player in NBA history to score 70+ points in a game. pic.twitter.com/qbOwr3sqyH— NBA (@NBA) January 3, 2023 Mitchell, sem er kallaður Spida, kom leiknum í framlengingu með sirkusskoti þremur sekúndum fyrir leikslok og skoraði síðan þrettán stig í framlengingunni. Það er ekki eins og Mitchell hafi bara verið að skora því hann var einnig með ellefu stoðsendingar á liðsfélaga sína í leiknum. Hann hitti úr 22 af 34 skotum utan af velli og 20 af 25 vítum. 7 af 15 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Wilt Chamberlain á stigametið en hann skoraði 100 stig fyrir Philadelphia á móti New York 2. mars 1962 en sá leikur var spilaður í bænum Hershey í Pennsylvaniu. Tonight, @spidadmitchell became just the 7th player in NBA history to score 70 or more points in a game. When he had the mic, he didn t make that incredible moment just about himself though. He made sure to focus on what matters most. pic.twitter.com/F4MF5o8D2R— The Athletes' Corner (@AthletesCorner_) January 3, 2023 Mitchell varð aðeins sjöundi leikmaðurinn í sögu NBA til að komast í sjötíu stiga klúbbinn. Chamberlain náði þessu sex sinnum en hinir eru Kobe Bryant, David Thompson, Elgin Baylor, David Robinson og Devin Booker. Það voru fleiri leikmenn að skora mikið í nótt. LeBron James fór yfir fjörutíu stig annan leikinn í röð þegar hann skoraði 43 stig þegar Los Angeles Lakers vann 121-115 sigur á Charlotte Hornets. Eftir leikinn en James fimm hundruð stigum frá stigametinu. DeMar DeRozan skoraði 44 stig fyrir Bulls liðið á móti Cavs, Joel Embiid var með 42 stig í sigri Philadelphia 76ers á New Orleans Pelicans og þá var Klay Thompson með 54 stig þegar Golden State Warriors vann 143-141 sigur í framlengingu á móti Atlanta Hawks. LeBron tonight in the Lakers W:43 PTS11 REB6 ASTHe becomes the second player in NBA history to record back-to-back 40+ point games at age 35 or older, joining Michael Jordan. pic.twitter.com/8RtoNJwuJ4— NBA (@NBA) January 3, 2023 Klay in the Warriors 2OT win:54 PTS7 REB10 threes pic.twitter.com/uPUjP8qLIC— NBA (@NBA) January 3, 2023 NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Mitchell skoraði 71 stig í leiknum sem er nýtt félagsmet og það mesta sem leikmaður hefur skorað í NBA-deildinni í einum leik síðan goðsögnin Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Los Angeles Lakers á móti Toronto 22. janúar 2006. Cleveland þurfti líka á öllum þessum stigum að halda því Cavaliers menn lentu 21 stigi undir í leiknum en komu til baka og unnu leikinn á endanum 145-134 í framlengingu. 71 PTS8 REB11 ASTWDonovan Mitchell sets a new scoring record for the Cleveland Cavaliers and becomes only the 7th player in NBA history to score 70+ points in a game. pic.twitter.com/qbOwr3sqyH— NBA (@NBA) January 3, 2023 Mitchell, sem er kallaður Spida, kom leiknum í framlengingu með sirkusskoti þremur sekúndum fyrir leikslok og skoraði síðan þrettán stig í framlengingunni. Það er ekki eins og Mitchell hafi bara verið að skora því hann var einnig með ellefu stoðsendingar á liðsfélaga sína í leiknum. Hann hitti úr 22 af 34 skotum utan af velli og 20 af 25 vítum. 7 af 15 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Wilt Chamberlain á stigametið en hann skoraði 100 stig fyrir Philadelphia á móti New York 2. mars 1962 en sá leikur var spilaður í bænum Hershey í Pennsylvaniu. Tonight, @spidadmitchell became just the 7th player in NBA history to score 70 or more points in a game. When he had the mic, he didn t make that incredible moment just about himself though. He made sure to focus on what matters most. pic.twitter.com/F4MF5o8D2R— The Athletes' Corner (@AthletesCorner_) January 3, 2023 Mitchell varð aðeins sjöundi leikmaðurinn í sögu NBA til að komast í sjötíu stiga klúbbinn. Chamberlain náði þessu sex sinnum en hinir eru Kobe Bryant, David Thompson, Elgin Baylor, David Robinson og Devin Booker. Það voru fleiri leikmenn að skora mikið í nótt. LeBron James fór yfir fjörutíu stig annan leikinn í röð þegar hann skoraði 43 stig þegar Los Angeles Lakers vann 121-115 sigur á Charlotte Hornets. Eftir leikinn en James fimm hundruð stigum frá stigametinu. DeMar DeRozan skoraði 44 stig fyrir Bulls liðið á móti Cavs, Joel Embiid var með 42 stig í sigri Philadelphia 76ers á New Orleans Pelicans og þá var Klay Thompson með 54 stig þegar Golden State Warriors vann 143-141 sigur í framlengingu á móti Atlanta Hawks. LeBron tonight in the Lakers W:43 PTS11 REB6 ASTHe becomes the second player in NBA history to record back-to-back 40+ point games at age 35 or older, joining Michael Jordan. pic.twitter.com/8RtoNJwuJ4— NBA (@NBA) January 3, 2023 Klay in the Warriors 2OT win:54 PTS7 REB10 threes pic.twitter.com/uPUjP8qLIC— NBA (@NBA) January 3, 2023
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum