Enginn skorað meira í NBA deildinni í sautján ár: 71 stigs leikur hjá „Spida“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 07:00 Donovan Mitchell (45) fagnar með miðherjanum Jarrett Allen (31) eftir sigurinn í nótt. AP/Ron Schwane Donovan Mitchell fór heldur betur á kostum með Cleveland Cavaliers á móti Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Mitchell skoraði 71 stig í leiknum sem er nýtt félagsmet og það mesta sem leikmaður hefur skorað í NBA-deildinni í einum leik síðan goðsögnin Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Los Angeles Lakers á móti Toronto 22. janúar 2006. Cleveland þurfti líka á öllum þessum stigum að halda því Cavaliers menn lentu 21 stigi undir í leiknum en komu til baka og unnu leikinn á endanum 145-134 í framlengingu. 71 PTS8 REB11 ASTWDonovan Mitchell sets a new scoring record for the Cleveland Cavaliers and becomes only the 7th player in NBA history to score 70+ points in a game. pic.twitter.com/qbOwr3sqyH— NBA (@NBA) January 3, 2023 Mitchell, sem er kallaður Spida, kom leiknum í framlengingu með sirkusskoti þremur sekúndum fyrir leikslok og skoraði síðan þrettán stig í framlengingunni. Það er ekki eins og Mitchell hafi bara verið að skora því hann var einnig með ellefu stoðsendingar á liðsfélaga sína í leiknum. Hann hitti úr 22 af 34 skotum utan af velli og 20 af 25 vítum. 7 af 15 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Wilt Chamberlain á stigametið en hann skoraði 100 stig fyrir Philadelphia á móti New York 2. mars 1962 en sá leikur var spilaður í bænum Hershey í Pennsylvaniu. Tonight, @spidadmitchell became just the 7th player in NBA history to score 70 or more points in a game. When he had the mic, he didn t make that incredible moment just about himself though. He made sure to focus on what matters most. pic.twitter.com/F4MF5o8D2R— The Athletes' Corner (@AthletesCorner_) January 3, 2023 Mitchell varð aðeins sjöundi leikmaðurinn í sögu NBA til að komast í sjötíu stiga klúbbinn. Chamberlain náði þessu sex sinnum en hinir eru Kobe Bryant, David Thompson, Elgin Baylor, David Robinson og Devin Booker. Það voru fleiri leikmenn að skora mikið í nótt. LeBron James fór yfir fjörutíu stig annan leikinn í röð þegar hann skoraði 43 stig þegar Los Angeles Lakers vann 121-115 sigur á Charlotte Hornets. Eftir leikinn en James fimm hundruð stigum frá stigametinu. DeMar DeRozan skoraði 44 stig fyrir Bulls liðið á móti Cavs, Joel Embiid var með 42 stig í sigri Philadelphia 76ers á New Orleans Pelicans og þá var Klay Thompson með 54 stig þegar Golden State Warriors vann 143-141 sigur í framlengingu á móti Atlanta Hawks. LeBron tonight in the Lakers W:43 PTS11 REB6 ASTHe becomes the second player in NBA history to record back-to-back 40+ point games at age 35 or older, joining Michael Jordan. pic.twitter.com/8RtoNJwuJ4— NBA (@NBA) January 3, 2023 Klay in the Warriors 2OT win:54 PTS7 REB10 threes pic.twitter.com/uPUjP8qLIC— NBA (@NBA) January 3, 2023 NBA Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Sjá meira
Mitchell skoraði 71 stig í leiknum sem er nýtt félagsmet og það mesta sem leikmaður hefur skorað í NBA-deildinni í einum leik síðan goðsögnin Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Los Angeles Lakers á móti Toronto 22. janúar 2006. Cleveland þurfti líka á öllum þessum stigum að halda því Cavaliers menn lentu 21 stigi undir í leiknum en komu til baka og unnu leikinn á endanum 145-134 í framlengingu. 71 PTS8 REB11 ASTWDonovan Mitchell sets a new scoring record for the Cleveland Cavaliers and becomes only the 7th player in NBA history to score 70+ points in a game. pic.twitter.com/qbOwr3sqyH— NBA (@NBA) January 3, 2023 Mitchell, sem er kallaður Spida, kom leiknum í framlengingu með sirkusskoti þremur sekúndum fyrir leikslok og skoraði síðan þrettán stig í framlengingunni. Það er ekki eins og Mitchell hafi bara verið að skora því hann var einnig með ellefu stoðsendingar á liðsfélaga sína í leiknum. Hann hitti úr 22 af 34 skotum utan af velli og 20 af 25 vítum. 7 af 15 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Wilt Chamberlain á stigametið en hann skoraði 100 stig fyrir Philadelphia á móti New York 2. mars 1962 en sá leikur var spilaður í bænum Hershey í Pennsylvaniu. Tonight, @spidadmitchell became just the 7th player in NBA history to score 70 or more points in a game. When he had the mic, he didn t make that incredible moment just about himself though. He made sure to focus on what matters most. pic.twitter.com/F4MF5o8D2R— The Athletes' Corner (@AthletesCorner_) January 3, 2023 Mitchell varð aðeins sjöundi leikmaðurinn í sögu NBA til að komast í sjötíu stiga klúbbinn. Chamberlain náði þessu sex sinnum en hinir eru Kobe Bryant, David Thompson, Elgin Baylor, David Robinson og Devin Booker. Það voru fleiri leikmenn að skora mikið í nótt. LeBron James fór yfir fjörutíu stig annan leikinn í röð þegar hann skoraði 43 stig þegar Los Angeles Lakers vann 121-115 sigur á Charlotte Hornets. Eftir leikinn en James fimm hundruð stigum frá stigametinu. DeMar DeRozan skoraði 44 stig fyrir Bulls liðið á móti Cavs, Joel Embiid var með 42 stig í sigri Philadelphia 76ers á New Orleans Pelicans og þá var Klay Thompson með 54 stig þegar Golden State Warriors vann 143-141 sigur í framlengingu á móti Atlanta Hawks. LeBron tonight in the Lakers W:43 PTS11 REB6 ASTHe becomes the second player in NBA history to record back-to-back 40+ point games at age 35 or older, joining Michael Jordan. pic.twitter.com/8RtoNJwuJ4— NBA (@NBA) January 3, 2023 Klay in the Warriors 2OT win:54 PTS7 REB10 threes pic.twitter.com/uPUjP8qLIC— NBA (@NBA) January 3, 2023
NBA Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Sjá meira