Fleiri fréttir

Sjáðu Samuel Eto'o ráðast á mann fyrir utan leikvang á HM í Katar
Forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins og fyrrum stórstjarna í heimsfótboltanum missti algjörlega stjórn á skapi sínum fyrir utan leikvang á HM í Katar í gærkvöldi.

Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu
Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu.

Erna Sóley og Hilmar Örn frjálsíþróttafólk ársins
Á föstudaginn var fór fram uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands í Laugardalshöll. Þar var meðal annars tilkynnt hvaða fólk hlyti nafnbótina „frjálsíþróttafólk ársins.“ Að þessu sinni voru það kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir og sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson.

Brasilíski þjálfarinn segist dansa til að tala mál ungu strákanna í liðinu
Leikmenn brasilíska fótboltalandsliðsins virðist skemmta sér konunglega saman og það sést líka á frammistöðu þeirra inn á vellinum.

HM ekki í hættu hjá Viktori Gísla
Aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í handbolta geta varpað öndinni léttar því allar líkur eru á því að Viktor Gísli Hallgrímsson verji mark þess á HM í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs.

Lét leikmennina sína taka þúsund víti
Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er sannfærður um að vítaspyrnukeppni sé ekki happadrætti og passaði upp á það að hans menn myndu undirbúa sig fyrir slíkar kringumstæður.

Ekki dauður úr öllum æðum: Sjáðu Tom Brady stýra ótrúlegri endurkomu Tampa Bay
Hinn 45 ára gamli Tom Brady minnti heldur betur á sig í gærkvöld þegar Tampa Bay Buccaneers risu eins og Fönix úr öskunni í ótrúlegum eins stigs endurkomu sigri á New Orleans Saints í NFL deildinni.

Richarlison grét af gleði þegar hann hitti Ronaldo
Tilfinningarnar báru Richarlison ofurliði þegar hann hitti sjálfan Ronaldo eftir sigur Brasilíu á Portúgal, 4-1, í sextán liða úrslitum á HM í Katar í gær.

Ræddu bleika fílinn í herberginu: Er SB skrípaþáttur eða skemmtiþáttur?
Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV í Olís deild karla í handbolta, vill ekki gefa Vísi eða Stöð 2 Sport viðtöl eftir leiki Eyjamanna og segir ástæðuna vera að Seinni bylgjan sé skrípaþáttur. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu þetta mál í gær.

Óttast að Liverpool hafi hreinlega ekki efni á Jude Bellingham
Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham hefur verið orðaður við Liverpool í langan tíma en nú er spurning hvort að kappinn sé hreinlega að spila of vel á heimsmeistaramótinu í Katar.

Milljarðavöllur rifinn eftir ársnotkun og þrettán leiki
Leikur Brasilíu og Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum HM í Katar í gærkvöld var síðasti viðburðurinn sem fram fór á Velli 974 í Doha sem verður nú rifinn.

„Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband“
Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson hefur nýtt síðustu mánuði til þess að styrkja sig á öllum vígstöðvum þrátt fyrir að hafa slitið krossband fyrr á þessu ári.

Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum
Elliðaárnar voru fullar af laxi í sumar og það voru margir veiðimenn sem áttu þar frábær augnablik þegar tekist var á við lax.

Félagaúthlutun að hefjast hjá SVFR
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur líklega sjaldan verið með jafn mikið úrval af veiði fyrir sína félaga og nú styttist í úthlutun á veiðileyfum.

Nike slítur samstarfinu vegna hegðunar Irving
Nike hefur slitið samningi sínum við körfuboltamanninn Kyrie Irving úr Brooklyn Nets einum mánuði eftir að hann auglýsti heimildamynd sem inniheldur gyðingahatur á samfélagsmiðlum.

Styrkir foreldra með veik börn eftir dótturmissinn
Luis Enrique, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur haldið úti reglulegum útsendingum á myndbandsmiðlinum Twitch á meðan heimsmeistaramótið í Katar hefur staðið yfir. Tekjur hans af þeim munu renna í gott málefni.

„Ég trúi ekki mínum eigin augum“
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, fannst ekki mikið koma til fagnaðarláta leikmanna brasilíska landsliðsins er liðið hafði betur gegn Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum HM í gær.

„Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér“
Körfuboltaspekúlantinn Tómas Steindórsson hefur enga trú á að Denver Nuggets geti gert atlögu að meistaratitli NBA deildarinnar í körfubolta. Hann segir að liðið sé einfaldlega Nikola Jokić „og ekki neitt.“

Dagskráin í dag: Valsmenn í Ungverjalandi
Evrópuævintýri Vals heldur áfram. Þá er Lokasóknin á sínum stað sem og Ljósleiðaradeildin.

Gunnar Malmquist og Sigurður slíðra sverðin
Fyrr í dag var greint frá því að Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær, sunnudag.

Davis gefur Lakers von
Los Angeles Lakers er farið að láta sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í NBA deildinni í körfubolta. Ástæðan þar á bakvið er einföld, Anthony Davis.

Breiðablik heldur áfram að sækja leikmenn
Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur samið við Breiðablik og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Hún kemur frá Haukum en var í láni hjá Íslandsmeisturum Vals á síðustu leiktíð.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd
FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta, 32-37. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð, en Selfyssingar hafa tapað fjórum af seinustu fimm.

Umfjöllun: Njarðvík - Haukar 88-84 | Haukar endanlega úr leik í bikarnum
Njarðvík vann Hauka 88-84 í margfrestuðum leik. Leikurinn var í járnum en sóknarleikur Hauka hrundi í lok fjórða leikhluta og Njarðvík gekk á lagið. Njarðvík mætir grönnum sínum í Keflavík í átta liða úrslitum.

Einar eftir að Fram komst aftur á sigurbraut: „Hrikalega bjartsýnn á framhaldið“
Fram vann gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með að fá tvö stig í kvöld þegar lið hans lagði ÍR í Breiðholti í Olís deild karla í handbolta. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð og sigurinn þar af leiðandi extra sætur.

Umfjöllun og viðtöl ÍR - Fram 27-31 | Eftir þrjá tapleiki í röð komst Fram loks á sigurbraut
Það voru Frammarar sem sóttu tvö stig í Breiðholtið þegar þeir unnu heimamenn í ÍR, 27-31, í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld. Fram hafði tapað þremur leikjum í röð á heimavelli en sneri við blaðinu og sótti loks sigur. ÍR-ingar hafa verið gríðarlega sterkir á heimavelli í vetur en slæmur kafli í upphafi leiks varð þeim að falli.

„Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama“
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir fimm marka sigur sinna mann gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-37. Hann segir að lokatölurnar gefi ekki rétta mynd af leiknum, enda var jafnt á öllum tölum fram á lokamínútur leiksins.

Maté: Hefði viljað vita það fyrr hvenær leikurinn yrði spilaður
Haukar eru úr leik í VÍS-bikarnum eftir fjögurra stiga tap geng Njarðvík 88-84. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik og var ósáttur með hvernig staðið var að tímasetningu leiksins.

Brasilía flaug inn í átta liða úrslit
Brasilía vann öruggan 4-1 sigur á Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Öll mörk leiksins má sjá hér að neðan.

Man City, Liverpool og Real Madrid talin leiða kapphlaupið um Bellingham
Jude Bellingham hefur vakið mikla athygli á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Samkvæmt Sky Sports eru Manchester City, Liverpool og Real Madríd þau lið sem eru hvað líklegust til að festa kaup á þessum 19 ára miðjumanni næsta sumar.

Viktor Gísli þurfti að fara meiddur af velli
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson meiddist á olnboga í leik Nantes og Sélestat í frönsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Rétt rúmur mánuður er í þangað til HM í handbolta hefst en mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi.

Sú besta leggur skautana á hilluna aðeins nítján ára gömul
Aldís Kara Bergsdóttir, besti listskautari Íslands undanfarin ár, hefur ákveðið að leggja skautana á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gömul.

„Það er þessi unglingaveiki sem þú varst að tala um hjá Trae Young“
Lögmál leiksins er á sínum stað á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Að venju er farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta.

Livaković hetjan þegar Króatía fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Mörkvörðurinn Dominik Livaković reyndist hetja Króatíu þegar liðið tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta með sigri á Japan í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og þegar framlengingunni lauk.

Ísland á landakorti Mbappe
Franski framherjinn Kylian Mbappe hefur verið frábær á heimsmeistaramótinu í Katar og er þegar kominn með fimm mörk eftir tvo leiki.

Guðmundur Bragi með tæp tíu mörk að meðaltali í leik eftir þjálfaraskiptin
Haukamaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur verið rjúkandi heitur að undanförnu. Hann er með tæp tíu mörk að meðaltali í leik eftir að Haukar skiptu um þjálfara í síðasta mánuði.

Fyrsta konan til að gera strákalið að meisturum
Julianne Sitch skrifaði söguna í bandarískum íþróttum um helgina þegar hún gerði lið University of Chicago skólans að meisturum.

Fjölskyldan flutt frá Eyjum og Andri Rúnar líklegast ekki með ÍBV
Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason hefur líklega spilað sinn síðasta leik með Eyjamönnum en fjölskylda hans er flutt á höfuðborgarsvæðið.

„Það hefði verið gaman að komast í tuttugu mörkin“
KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson átti stórleik í Olís deild karla í gær þegar hann skoraði sautján mörk á móti Gróttu.

Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn
Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar.

„Smá heilahristingur en ekkert alvarlegt“
Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, fór meiddur af velli í upphafi leiksins gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær vegna höfuðmeiðsla. Hann segir þau þó ekki alvarleg.

Rauk í Gunnar þegar hann sló í auglýsingaskilti
Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær.

Segir að Japanir verði að berjast eins og samúræjar gegn Króötum
Japanir verða að berjast eins og samúræjar þegar þeir mæta Króötum í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Þetta segir Yuto Nagatomo, einn reyndasti leikmaður japanska liðsins.

Svo ótrúleg skotsýning hjá Curry að margir segja að um fölsun sé að ræða
Bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry er líklega besta skytta körfuboltasögunnar, hann verður alla vega alltaf í umræðunni.

Vinícius Júnior í stríði við Nike
Vinícius Júnior, leikmaður brasilíska landsliðsins og Real Madrid, er kominn í stríð við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike.