Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 6. desember 2022 08:54 Elliðaárnar voru fullar af laxi í sumar og það voru margir veiðimenn sem áttu þar frábær augnablik þegar tekist var á við lax. Eftir breytingar á veiðireglum er aðeins veitt á flugu í Elliðaánum og þegar veiðibókin er skoðuð og topp 20 listi settur saman er kannski ekkert sem kemur mikið á óvart þegar aflahæstu flugurnar eru skoðaðar. Rauð Frances er aflahæsta flugan í ánni í sumar en alls veiddust 128 laxar á hana. Systir hennar, Svört Frances er næst með 104 laxa. Sunray er ein af bestu flugum sem þú getur mögulega hnýtt undir og gaf hún 87 laxa. Ein af uppáhalds flugum greinarhöfundar, Haugur, gaf 45 laxa og hin uppáhaldsflugan, Green Butt, gaf 38. Aðrar flugur gáfu minna. Níutíu og fimm flugur voru tilgreindar í veiðibókinni og þar af voru fjórtíu og fjórar sem gáfu aðeins einn lax. Listinn er á meðfylgjandi mynd og hann getur verið leiðarvísir í jólainnkaupum fyrir veiðimenn sem stefna á veiði næsta sumar. Það vantar samt að sjá meira hitch miðað við þennan lista en það er einhver skemmtilegasta veiðiaðferð sem hægt er að nota. Ég spái því að sú aðferð/fluga verði ofar á listanum næsta sumar þegar þessar tölur verða teknar saman úr Elliðaánum. Stangveiði Reykjavík Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði
Eftir breytingar á veiðireglum er aðeins veitt á flugu í Elliðaánum og þegar veiðibókin er skoðuð og topp 20 listi settur saman er kannski ekkert sem kemur mikið á óvart þegar aflahæstu flugurnar eru skoðaðar. Rauð Frances er aflahæsta flugan í ánni í sumar en alls veiddust 128 laxar á hana. Systir hennar, Svört Frances er næst með 104 laxa. Sunray er ein af bestu flugum sem þú getur mögulega hnýtt undir og gaf hún 87 laxa. Ein af uppáhalds flugum greinarhöfundar, Haugur, gaf 45 laxa og hin uppáhaldsflugan, Green Butt, gaf 38. Aðrar flugur gáfu minna. Níutíu og fimm flugur voru tilgreindar í veiðibókinni og þar af voru fjórtíu og fjórar sem gáfu aðeins einn lax. Listinn er á meðfylgjandi mynd og hann getur verið leiðarvísir í jólainnkaupum fyrir veiðimenn sem stefna á veiði næsta sumar. Það vantar samt að sjá meira hitch miðað við þennan lista en það er einhver skemmtilegasta veiðiaðferð sem hægt er að nota. Ég spái því að sú aðferð/fluga verði ofar á listanum næsta sumar þegar þessar tölur verða teknar saman úr Elliðaánum.
Stangveiði Reykjavík Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði