Fleiri fréttir

Ásdís líka farin til Skara

Leikmönnum sem farið hafa frá KA/Þór út í atvinnumennsku í sumar heldur áfram að fjölga því Ásdís Guðmundsdóttir var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Skara.

Barcelona reyndi að hræða De Jong til að losna við hann

Frenkie de Jong vill vera áfram hjá Barcelona en Katalóníumennirnir vilja endilega losna við að borga risasamning hans. Nýjustu fréttir af þessari sápuóperu í Barcelona er að forráðamenn Barcelona hafi reynt að hræða De Jong í sumar um að samningur hans væri ólöglegur.

Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið

Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara.

Thiago Alcantara frá í rúman mánuð

Thiago Alcantara tognaði aftan í læri í jafntefli Liverpool gegn Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla um síðustu helgi. 

Barcelona hefur ekki náð að nurla saman nægum pening

Forráðamenn Barcelona hafa ekki náð að lappa nógu mikið upp á bókhald sitt til þess að geta skráð þá leikmenn sem félagið hefur keypt í sumar í leikmannahóp sinn fyrir komandi keppnistímabil.

Arnautovic er ekki til sölu

Marco Di Vaio, yfirmaður fótboltamála hjá ítalska félaginu Bologna, segir framherjann Marko Arnautovic ekki vera til sölu en fregnir bárust af því um síðustu helgi að Manchester United hefði boðið í austurríska landsliðsmanninn.

Fylkir nældi í stig gegn toppliðinu

Fylkir og FH skildu jöfn, 1-1, þegar liðin áttust við í 13. umferð Lengjudeildar kvenna í fótbolta á Würth-vellinum í Árbænum í kvöld. 

„Við erum öflugir í lok leikja“

„Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld.

Bjarni rak smiðshöggið á stórsigur

Bjarni Mark Antonsson setti jarðaberið á kökuna þegar Start fór með sannfærandi sigur af hólmi á móti Bryne í norsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld.

Kristian Nökkvi lék lungann úr leiknum

Kristian Nökkvi Hlynsson lék í 85 mínútur sem sóknartengiliður fyrir Ajax II þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Telstar í hollensku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. 

Perla Sól: „Markmiðið var að vinna mótið"

Perla Sól Guðbrandsdóttir fór með það að markmiði að vinna Íslandsmótið í golfi um nýliðna helgi þrátt fyrir að vera einungis 15 ára gömul. Það tókst hjá þessum frábæra kylfingi. 

RB Leipzig að landa Werner

Timo Werner mun ganga til liðs við RB Leipzig frá Chelsea í vikunni en þýska félagið mun greiða um það bil 30 milljónir evra fyrir hann.

Stefán Teitur lagði upp í sigri

Stefán Teitur Þórðarson átti stoðsendinguna eitt marka Silkeborgar þegar liðið bar 3-1 sigur úr býtum í leik sínum við AaB í fjórðu umferð dönsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag. 

Íslenska liðið spilar um sjöunda sætið

Íslenska stúlknalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri laut í lægra haldi fyrir Frakklandi í dag í fyrri leiknum í keppni um fimmta til áttunda sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu.

Albert byrjar nýtt tímabil afar vel

Albert Guðmundsson, landsliðsamaður í fótbolta, skoraði tvö marka Genoa þegar liðið lagði Benevento að velli, 3-2, í 64 liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í dag. 

Klessti bílinn frekar en að mæta seint á liðsfund

Bill Belichick er einn allra besti þjálfarinn í NFL-deildinni en hann er jafnframt örugglega einn sá strangasti. Það fá leikmenn oft að kynnast og það getur verið mörgum erfitt að eiga við.

Kristján sterkasti maður Íslands

Kristján Jón Haraldsson fór með sigur af hólmi um helgina í aflraunakeppninni Sterkasti maður Íslands. Hann sló meðal annars við sigurvegara síðasta árs, Stefáni Karel Torfasyni, í jafnri keppni.

Stefán Árni ekki með gegn ÍBV vegna aga­banns

KR vann 4-0 sigur á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudagskvöld. Athygli vakti að Stefán Árni Geirsson, sem hefur verið að koma til baka eftir meiðsli, var ekki í leikmannahóp KR. Hann var í agabanni.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.