Sport

Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu deild kvenna

Hjörvar Ólafsson skrifar
Breiðablik og Keflavík verða í eldlínunni í kvöld. 
Breiðablik og Keflavík verða í eldlínunni í kvöld.  Vísir/Hulda Margrét

Það er heil umferð á dagskrá í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld og allir fimm leikir umferðarinnar eru sýndir í beinni útsendingu á sport rásum Stöðvar 2 Sport. 

Við hefjum leik á fallbaráttuslag Þórs/KA og Aftureldingar sem sýndur verður á Bestu deildarrásinni en útsending frá þeim leik hefst klukkan 17.20. Á sama tíma verður leikur ÍBV og KR í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 

Leikur Keflavíkur og Vals verður svo á hliðarrás Bestu deildar 2 klukkan 19.10 og viðureign Þróttar Reykjavíkur og Selfoss á Bestudeildarrásinni klukkan 19.50. 

Bein úrsending frá stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks hefst síðan á Stöð 2 Sport klukkan 19.50. Að þeim leik loknum eða klukkan 22.00 verður leikjum kvöldsins gerð skil í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.