Fleiri fréttir

Einstakt afrek á hlaupabrautinni

Hin jamaíska Shericka Jackson varð í nótt heimsmeistari í frábæru 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum. Hún hjó nærri heimsmeti.

Fékk sér humar, steik og kjúkling í matinn

Mikill hiti dregur orkuna úr kylfingum á Evian risamótinu í golfi sem nú stendur yfir í Frakklandi. Kylfingarnir gæta þess því að drekka og borða nóg en Lydia Ko segist hálfskammast sín yfir því magni af mat sem hún innbyrðir.

Mané vann Salah en blés á allt tal um ríg

Senegalinn Sadio Mané, sem nú er orðinn leikmaður Bayern München, var í gærkvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Afríku, eftir baráttu við Mohamed Salah og Edouard Mendy um titilinn.

Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boð­vangi and­stæðinganna

„Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

HK enn á toppnum eftir hádramatík

HK og Fylkir sitja áfram í efstu sætum Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins en óhætt er að segja að nóg hafi verið um að vera í 13. umferðinni í kvöld.

Þýskaland nýtti sér skelfileg mistök og fór í undan­úr­slit

Austurríki hafði aðeins fengið á sig eitt mark á EM þar til kom að leiknum við Þýskaland í 8-liða úrslitum í kvöld en þar unnu Þjóðverjar hins vegar 2-0 sigur. Þýskaland hefur því enn ekki fengið á sig mark á mótinu en það stóð tæpt í kvöld.

Uwe Seeler látinn

Þýski framherjinn Uwe Seeler er látinn, 85 ára að aldri. Hans er minnst sem eins af allra merkustu íþróttamönnum í sögu þýsku þjóðarinnar.

Núnez með fernu á 45 mínútum fyrir Liverpool

Úrúgvæski framherjinn Darwin Núnez fór svo sannarlega á kostum í búningi síns nýja liðs Liverpool í kvöld en hann skoraði fjögur mörk fyrir liðið þegar það vann RB Leipzig í Þýskalandi, 5-0, í vináttuleik.

Patrik hélt hreinu í Prag

Patrik Sigurður Gunnarsson og Samúel Kári Friðjónsson gerðu fína ferð til Tékklands og náðu markalausu jafntefli gegn Sparta Prag með norska liðinu Viking í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Beið eftir helsta keppinautinum eftir fall en jók samt forskotið

Danski hjólreiðakappinn Jonas Vingegaard er nú með rúmlega þriggja mínútna forskot eftir átjánda legg Tour de France. Hann kom rétt rúmri mínútu á undan næsta manni, ríkjandi meistara Tadej Pogacar, í mark í dag, þrátt fyrir að hafa beðið eftir meistaranum.

Bertone framlengir við Íslandsmeistarana

Argentínski körfuboltamaðurinn Pablo Bertone hefur framlengt samningi sínum við Íslandsmeistara Vals. Bertone verður því áfram í herbúðum Valsmanna næstu tvö árin í það minnsta.

Nígerískar lands­liðs­konur í verk­fall vegna launa­deilna

Nígería mun spila um þriðja sætið á Afríkumóti kvenna í fótbolta en leikmenn liðsins hafa ákveðið að sleppa því að mæta á æfingu vegna launadeilna við knattspyrnusambands landsins. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. 

Stór­veldið Y­an­kees valdi Ís­lending í ný­liða­valinu

Kristófer Jonathan Bow varð fyrsti Íslendingurinn til að vera valinn í nýliðavali MLB-deildarinnar. Nýliðaval MLB-deildarinnar í hafnabolta lauk síðasta þriðjudag þar sem Kristófer Jonathan Bow er kastari og var valinn númer 430 í fjórtándu umferð af stórveldinu New York Yankees.

Everton steinlá og Lampard varar liðið við annarri fallbaráttu

Undibúningstímabil enska úrvalsdeildarliðsins Everton fer ekki vel af stað, en liðið steinlá 4-0 er þeir bláklæddu heimsóttu Minnesota United í Bandaríkjunum í nótt. Frank Lampard, þjálfari Everton, varaði leikmenn liðsins við annarri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn fjöl­hæfi Viktor Ör­lygur er einnig fimur á sauma­vélinni

Undirbúningur leikmanna er misjafn fyrir stóran Evrópuleik. Víkingurinn Viktor Örlygur Andrason verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu er Íslands- og bikarmeistararnir mæta The New Saints frá Wales í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Undirbúningur hans er töluvert frábrugðinn öðrum leikmönnum liðsins.

Brig­hton vill átta milljarða fyrir Cucurella

Pep Guardiola þarf að borga 50 milljónir punda eða rúmlega átta milljarða íslenskra króna til að fá Marc Cucurella, bakvörð Brighton & Hove Albion, í sínar raðir.

Sjá næstu 50 fréttir