Sport

Dagskráin í dag: Fremstu kylfingar heims á Evian meistaramótinu

Sindri Sverrisson skrifar
Hin japanska Ayaka Furue er með forystu eftir fyrsta hring á Evian meistaramótinu.
Hin japanska Ayaka Furue er með forystu eftir fyrsta hring á Evian meistaramótinu. Getty/Stuart Franklin

Eitt af risamótum ársins í golfi kvenna, Evian meistaramótið í Frakklandi, er í aðalhlutverki á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Stöð 2 Golf

Bein útsending frá öðrum degi Evian meistaramótsins hefst klukkan 9 og aftur klukkan 13:30. Klukkan 18 er svo bein útsending frá 3M Open á PGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport

Engar beinar útsendingar eru á Stöð 2 Sport í dag en sýndir verða Evrópuleikir íslensku liðanna þriggja í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í ár; Víkings, Breiðabliks og KR.

Stöð 2 Sport 2

Það verður einnig golf í boði á Stöð 2 Sport 2 því þar verður bein útsending frá Cazoo Classic klukkan 14:30 en mótið er hluti af DP World mótaröðinni. Á stöðinni verða einnig sýndir valdir leikir úr Evrópukeppnunum á síðustu leiktíð, meðal annars úrslitaleikur Real Madrid og Liverpool í Meistaradeild Evrópu.

Stöð 2 Sport 4

Einnig er sýnt frá golfi á Stöð 2 Sport 4 því þar fer fram Opna breska meistaramótið í golfi eldri kylfinga, og hefjast útsendingar klukkan 11 og aftur klukkan 15:30.


Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×