Fleiri fréttir

Sjáðu Orkumótið í Eyjum: FH-ingar stóðu við stóru orðin

Vestmannaeyjar hafa iðað af lífi að undanförnu enda tvö stærstu barnamót ársins farið þar fram. Fyrst TM-mót 5. flokks kvenna og svo Orkumót 6. flokks karla. Guðjón Guðmundsson var á sínum stað á Orkumótinu og fjallaði um það af sinni alkunnu snilld.

Martin áfram hjá Valencia

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við spænska úrvalsdeildarliðið Valencia.

Margrét Lára: Vildu ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum

Stelpurnar okkar fara inn á Evrópumótið í fótbolta með flottan sigur í farteskinu eftir 3-1 sigur á Póllandi í generalprufu sinni fyrir EM í Englandi. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, segir að það geti verið vandasamt að mæta í svona æfingarleik rétt fyrir mót.

„Elgtanaður, helmassaður og tilbúinn í þetta“

Kraftlyftingarmaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson er í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana í kraftlyftingum. Júlían á heimsmetið í réttstöðulyftu og sagði hann það met vera í hættu í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur.

„Ef það er þannig stemning þá verður þetta klár­lega geggjað“

„Það leggst bara mjög vel í mig. Við erum búnir að æfa vel síðustu viku, eigum aðra viku eftir og það leggst vel í allan hópinn,“ sagði Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands, í aðdraganda leik Íslands og Hollands í undankeppni HM 2023 í körfubolta.

Aron Einar framlengir í Katar

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Al Arabi í Katar. Samningurinn gildir nú út tímabilið 2022/2023.

Świątek jafnaði 25 ára gamalt met

Tenniskonan Iga Świątek er vægast sagt að spila vel um þessar mundir. Hún lagði Lesley Pattinama Kerkhove í annarri umferð á Wimbledon-mótinu sem nú fer fram í Lundúnum. Hefur hún nú unnið síðustu 37 viðureignir sínar á tennisvellinum.

Vill sjá fullan Ólafssal er Holland kemur í heimsókn

„Maður tók eina góða viku fyrir norðan áður en maður kom hingað og byrjaði aftur með strákunum. Maður getur ekki kvartað, svo tekur maður júlí frekar. Er það ekki betri mánuður,“ spurði landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason kíminn en hann er einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta sem mætir Hollandi annað kvöld.

Durant vill yfir­gefa Brook­lyn Nets

Kevin Durant, eitt stærsta nafnið í NBA-deildinni í körfubolta, ætlar sér að yfirgefa Brooklyn Nets. Talið er að hann vilji helst fara til Phoenix Suns eða Miami Heat.

Barcelona reynir að ræna Rap­hinha af Chelsea

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona reynir hvað það getur til að fá Brasilíumanninn Raphinha í sínar raðir. Leikmaðurinn ku vera á leið frá Leeds United til Chelsea en Börsungar hafa ekki lagt árar í bát.

Eng­land gekk frá Sviss í síðari hálf­leik

England mætti Sviss í síðasta leik liðsins áður en Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst þann 6. júlí næstkomandi. Eftir markalausan fyrri hálfleik setti enska liðið í fimmta gír og skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik, lokatölur 4-0 Englandi í vil.

Leikmaður Wolves lauk herskyldu

Hwang Hee-chan, leikmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni, nýtti sumarfríið sitt á annan hátt en flestir aðrir fótboltamenn. Hann lauk nefnilega herskyldu í heimalandinu, Suður-Kóreu.

Richarlison að ganga í raðir Tottenham

Brasilíski framherjinn Richarlison er við það að ganga í raðir Tottenham Hotspur frá Everton, en félögin tvö hafa náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum.

Lifnar yfir Laxá í Aðaldal

Eftir nokkur mögur ár í Laxá í Aðaldal hafa væntingar fyrir þetta sumarið verið frekar hófstilltar en það er ekki annað að sjá að Laxá sé að fara fram úr þeim væntingum.

Sjá næstu 50 fréttir