Samþykkti stærsta NBA-samning sögunnar: Fjörutíu milljarðar á leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2022 07:30 Það var aldrei vafi á öðru en að Nikola Jokic myndi framlengja samning sinn við Denver Nuggets. Getty/AAron Ontiveroz Nikola Jokić hefur skrifað undir nýjan samning við Denver Nuggets og enginn leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta hefur fengið annan eins samning. Það var gengið frá nokkrum stórum samningum í NBA í gær en enginn var þó eins stór og hjá Jokic sem framlengdi við Nuggets. Jokić, sem hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil, fær 270 milljónir dollara fyrir fimm ára samning en það eru 35,9 milljarðar í íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Hann átti eftir eitt ár af samningi sínum og fær því í raun 303 milljónir dollara fyrir næstu sex ár. Það gerir 40,3 milljarða í íslenskum krónum. Jokić er nú 27 ára gamall og verður því orðinn 33 ára þegar samningurinn rennur út. Nýja framlenging samningsins byrjar á því að færa honum 46,6 milljónir dollara fyrir 2023-24 tímabilið eða 6,2 milljarða króna en hann fær síðan 61,5 milljónir dollara fyrir lokaárið sem er tímabilið 2027-28 eða tæpa 8,2 milljarða króna. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Á síðasta tímabili þá var Jokić með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í 74 leikjum. Hann hafði betur gegn Joel Embiid í valinu á þeim mikilvægasta í deildinni. Þegar hann var valinn mikilvægastur árið á undan þá tryggði hann sér réttinn á allra hæsta samningi í boði. Það voru fleiri sem gengu frá risasamningum í gær. Bradley Beal fær 251 milljón dollara fyrir fimm ára samning við Washington Wizards, Ja Morant fær 231 milljón dollara fyrir fimm ára samning við Memphis Grizzlies, Devin Booker fær 224 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning við Phoenix Suns og Karl-Anthony Towns fær það sama frá Minnesota Timberwolves. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Það var gengið frá nokkrum stórum samningum í NBA í gær en enginn var þó eins stór og hjá Jokic sem framlengdi við Nuggets. Jokić, sem hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil, fær 270 milljónir dollara fyrir fimm ára samning en það eru 35,9 milljarðar í íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Hann átti eftir eitt ár af samningi sínum og fær því í raun 303 milljónir dollara fyrir næstu sex ár. Það gerir 40,3 milljarða í íslenskum krónum. Jokić er nú 27 ára gamall og verður því orðinn 33 ára þegar samningurinn rennur út. Nýja framlenging samningsins byrjar á því að færa honum 46,6 milljónir dollara fyrir 2023-24 tímabilið eða 6,2 milljarða króna en hann fær síðan 61,5 milljónir dollara fyrir lokaárið sem er tímabilið 2027-28 eða tæpa 8,2 milljarða króna. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Á síðasta tímabili þá var Jokić með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í 74 leikjum. Hann hafði betur gegn Joel Embiid í valinu á þeim mikilvægasta í deildinni. Þegar hann var valinn mikilvægastur árið á undan þá tryggði hann sér réttinn á allra hæsta samningi í boði. Það voru fleiri sem gengu frá risasamningum í gær. Bradley Beal fær 251 milljón dollara fyrir fimm ára samning við Washington Wizards, Ja Morant fær 231 milljón dollara fyrir fimm ára samning við Memphis Grizzlies, Devin Booker fær 224 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning við Phoenix Suns og Karl-Anthony Towns fær það sama frá Minnesota Timberwolves.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira