Körfubolti

Deildarmeistarar Fjölnis fá leikmann úr bandaríska háskólaboltanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Victoria Morris mun leika með deildarmeisturum Fjölnis á komandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta.
Victoria Morris mun leika með deildarmeisturum Fjölnis á komandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta. Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Victoriu Morris um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild kvenna.

Deildarmeistararnir greindu frá þessu á samfélagsmiðlum sínum á dögunum, en Morris gengur til liðs við Fjölni frá Rutgers University þar sem hún lék í háskólaboltanum á seinasta tímabili.

„Victoria er fjölhæfur bakvörður, getur skotið vel fyrir utan þriggja stiga línuna og er með gott auga fyrir sendingum,“ segir í tilkynningu Fjölnis.

Morris er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við deildarmeistarana á stuttum tíma, en félagið samdi við austurrísku landsliðskonuna Simone Sill fyrr í vikunni.

Þá sendi Fjölnir einnig frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að Sigrún Sjöfn Ámundardóttir hafi skrifað undir nýjan samning við félagið. Sigrún Sjöfn mun taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara liðsins, ásamt því að spila með því í Subway-deildinni.


Tengdar fréttir

Deildarmeistararnir styrkja sig

Deildarmeistarar Fjölnis hafa samið við austurrísku körfuknattleikskonuna Simone Sill um að leika með liðinu á komandi leiktíð i Subway-deild kvenna í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×