Alpine stefnir á að finna konur til að keppa í Formúlu 1 Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2022 13:30 Amna Al Qubaisi, keyrir fyrir Abu-Dhabi racing team í í Formúlu 4. Alpine stefnir á að koma konum í Formúlu 1 á næstu árum. Guido De Bortoli/Getty Images for Kaspersky Franska Formúlu-liðið Alpine hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að finna konur sem gætu orðið samkeppnishæfir ökuþórar í Formúlu 1 á næstu átta árum. Franski bílaframleiðandinn vill með þessu brjóta niður þær staðalímyndir um að konur geti ekki keppt í Formúlu 1, en þetta er hluti af áætlun fyrirtækisins um að auka fjölbreytni innan þess. Laurent Rossi, forstjóri Alpine, segir að Formúla 1 sé spennandi íþrótt sem krefjist sérstakra hæfileika og að konur ættu alveg að geta náð jafn langt og karlarnir hafa gert hingað til. „Það er ekki séns að konur geti þetta ekki,“ sagði Rossi. „Þetta er löng leið. Átta ára prógram sem hefst núna. Fyrstu fjórar eða fimm stelpurnar munu byrja að keyra Go-kart bíla á næstu vikum.“ Þetta verkefni Alpine-liðsins mun gefa strákum og stelpum niður í tíu ára aldur sömu tækifæri til að ná langt í akstursíþróttum og til að vinna sig svo alla leið upp í Formúlu 1. Fyrirtækið mun á næstu misserum hefja rannsókn til að komast að því hvaða líkamlegu, vitrænu og tilfinningalegu þætti ökumaður í Formúlu 1 þarf að búa yfir til að komast langt í íþróttinni. Fernando Alonso og Esteban Ocon, núverandi ökumenn liðsins, munu ganga í gegnum líkamleg og sálræn próf til að gefa rannsóknarteyminu ákveðna mynd af því. Alpine programme aims to discover competitive female F1 driver within eight years. Full interview with chief executive officer Laurent Rossi on the team's ambition and how it plans to go about it https://t.co/21VgyZipO9— Andrew Benson (@andrewbensonf1) June 30, 2022 „Við göngum svo langt að segja að við höldum að við getum breytt þeim staðalímyndum sem eru til staðar um konur í Formúli 1,“ bætti Rossi við. „Við viljum brjóta þessar staðalímyndir niður; að konur séu ekki nógu líkamlega sterkar, að konur séu of tilfinninganæmar og að það séu engar fyrirmyndir.“ „Hugmyndin er að byrja á byrjunarreit og ganga úr skugga um að við vísum þeim rétta leið, eins og við höfum gert fyrir strákana. Ég er viss um að ef við gerum það þá munum við margfalda líkurnar á því að konur nái langt,“ sagði Rossi að lokum. Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Franski bílaframleiðandinn vill með þessu brjóta niður þær staðalímyndir um að konur geti ekki keppt í Formúlu 1, en þetta er hluti af áætlun fyrirtækisins um að auka fjölbreytni innan þess. Laurent Rossi, forstjóri Alpine, segir að Formúla 1 sé spennandi íþrótt sem krefjist sérstakra hæfileika og að konur ættu alveg að geta náð jafn langt og karlarnir hafa gert hingað til. „Það er ekki séns að konur geti þetta ekki,“ sagði Rossi. „Þetta er löng leið. Átta ára prógram sem hefst núna. Fyrstu fjórar eða fimm stelpurnar munu byrja að keyra Go-kart bíla á næstu vikum.“ Þetta verkefni Alpine-liðsins mun gefa strákum og stelpum niður í tíu ára aldur sömu tækifæri til að ná langt í akstursíþróttum og til að vinna sig svo alla leið upp í Formúlu 1. Fyrirtækið mun á næstu misserum hefja rannsókn til að komast að því hvaða líkamlegu, vitrænu og tilfinningalegu þætti ökumaður í Formúlu 1 þarf að búa yfir til að komast langt í íþróttinni. Fernando Alonso og Esteban Ocon, núverandi ökumenn liðsins, munu ganga í gegnum líkamleg og sálræn próf til að gefa rannsóknarteyminu ákveðna mynd af því. Alpine programme aims to discover competitive female F1 driver within eight years. Full interview with chief executive officer Laurent Rossi on the team's ambition and how it plans to go about it https://t.co/21VgyZipO9— Andrew Benson (@andrewbensonf1) June 30, 2022 „Við göngum svo langt að segja að við höldum að við getum breytt þeim staðalímyndum sem eru til staðar um konur í Formúli 1,“ bætti Rossi við. „Við viljum brjóta þessar staðalímyndir niður; að konur séu ekki nógu líkamlega sterkar, að konur séu of tilfinninganæmar og að það séu engar fyrirmyndir.“ „Hugmyndin er að byrja á byrjunarreit og ganga úr skugga um að við vísum þeim rétta leið, eins og við höfum gert fyrir strákana. Ég er viss um að ef við gerum það þá munum við margfalda líkurnar á því að konur nái langt,“ sagði Rossi að lokum.
Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira