Handbolti

Íslendingaslagir í B-riðli og Magdeburg berst við PSG og Veszprém

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg verða í A-riðli Meistaradeildar Evrópu.
Ómar Ingi magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg verða í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. Ronny Hartmann/picture alliance via Getty Images

Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í handbolta í morgun og framundar eru margar áhugaverðar viðureignir.

Eins og áður er liðunum 16 skipt upp í tvo átta liða riðla þar sem tvö efstu liðin vinna sér inn sæti í átta liða úrslitum. Liðin sem enda í 3.-6. sæti fara í hálfgerð 16-liða úrslit þar sem barist er um seinustu fjögur sætin í átta liða úrslitum.

Nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Magdeburg með þá Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson innanborðs eru í A-riðli. Með þeim í riðli eru lið á borð við PSG og Telekom Veszprém, en Bjarki Már Elísson gengur til liðs við Veszprém á næsta tímabili. Búast má við því að þessi þrjú lið muni berjast um efstu tvö sæti riðilsins.

Að öllum líkindum munu fleiri lið berjast um efstu tvö sæti B-riðils, en þar eru fjögur Íslendingalið. Viktor Gísli Hallgrímsson gengur til liðs við HBC Nantes sem leikur í B-riðli, Orri Freyr Þorkelsson er leikmaður Elverum, Aron Pálmarsson er leikmaður Álaborgar og Haukur Þrastarson er leikmaður Lomza Kielce.

Búast má við því að Pick Szeged, Barcelona, Lomza Kielce, Kiel, Nantes og Álaborg muni raða sér í efstu sex sæti riðilsins, en þó gætu Elverum og Celje valdið usla.

Riðlarnir

A-riðill

Paris Saint-Germain (Frakkland)

Magdeburg (Þýskaland)

GOG (Danmörk)

Porto (Portúgal)

Dinamo Bucuresti (Rúmenía)

Telekom Veszprém (Ungverjaland)

Wisla Plock (pólland)

RK Zagreb (Króatía)

B-riðill

Pick Szeged (Ungverjaland)

Barcelona (Spánn)

Celje (Slóvenía)

Lomza Kielce (Pólland)

THW Kiel (Þýskaland)

HBC Nantes (Frakkland)

Elverum (Noregur)

Álaborg (Danmörk)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×