Körfubolti

Durant vill yfir­gefa Brook­lyn Nets

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kevin Durant vill fara frá Brooklyn.
Kevin Durant vill fara frá Brooklyn. AP Photo/Seth Wenig

Kevin Durant, eitt stærsta nafnið í NBA-deildinni í körfubolta, ætlar sér að yfirgefa Brooklyn Nets. Talið er að hann vilji helst fara til Phoenix Suns eða Miami Heat.

Í kvöld bárust fregnir af því að Durant hefði beðið Sean Marks, framkvæmdastjóra Nets, um að skipta sér frá liðinu. 

Aðeins eru örufáir dagar síðan Kyrie Irving skrifaði undir nýjan samning við Nets og virtist sem Kyrie og KD myndu loks mynda þetta ógnarsterka tvíeyki sem hefur verið spáð fyrir um.

Durant á fjögur ár eftir af samningi sínum við Nets og ætlar liðið sér ekki að missa leikmanninn ódýrt. Verður einkar áhugavert að fylgjast með hvað gerist en þetta gæti þýtt að Kyrie íhugi stöðu sína í Brooklyn.

Hinn 33 ára gamli Durant hefur spilað með Oklahoma City Thunder (sem hét Seattle SuperSonics er hann samdi við félagið) og Golde State Warriors á ferli sínum. Hann hefur tvívegis orðið NBA-meistari og tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×