Fleiri fréttir

Fyrstu laxarnir komnir úr Ytri Rangá

Ytri Rangá opnaði í gær en töluverð spenna var búin að myndast því það var farið að sjást til laxa fyrir tveimur vikum síðan sem telst nokkuð snemmt fyrir Ytri.

Elliðaárnar opnuðu í gær

Veiði hófst í Elliðaánum í gær en töluvert er gengið af laxi í ána og inná milli má sjá nokkra sem eru ansi vænir.

Neitar að fram­lengja við Man Utd þar sem launin eru of lág

Alessia Russo, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, neitar að skrifa undir nýjan samning þar sem hún vill launahækkun. Hvort félagið verði við ósk hennar er óvitað en Man Utd er ekki meðal launahæstu liða úrvalsdeildar kvenna.

Dagskráin í dag: Evrópa og Besta-deildin

Það eru fjórir fótboltaleikir í beinni útsendingu á sport rásum Stöðvar 2 í tveimur mismunandi keppnum sem báðar fara fram á Íslandi. Stúkan verður svo að sjálfsögðu í beinni útsendingu til að gera upp daginn.

„Var orðinn hræddur um að markið myndi ekki koma“

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var létt þegar Atli Sigurjónsson skoraði jöfnunarmark KR-inga á 90. mínútu í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld en stuttu áður hafði Theodór Elmar brennt af vítaspyrnu.

Aron Dagur semur við Val

Stórar fréttir voru að berast frá Hlíðarenda fyrir skömmu þegar Valsarar tilkynntu nýjasta liðsstyrkinn fyrir komandi leiktímabil, Aron Dag Pálsson.

Umfjöllun: Breiða­blik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut

Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum.

Júlíus Orri gengur til liðs við Stjörnuna | Gunnar og Tómas framlengja

Penninn var á lofti í Garðabænum í dag þar sem bakvörðurinn Júlíus Orri Ágústsson samdi við Stjörnuna um að leika með liðinu næstu tvö ár í Subway-deil karla í körfubolta. Þá framlengdu þeir Gunnar Ólafsson og Tóm­as Þórður Hilm­ars­son samningum sínum við félagið.

„Kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli“

Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, er gríðarlega ánægður með nýja aðstöðu KA á Akureyri. Þó enn sé nokkuð í land að félagið verði með aðstöðu sem jafnist á við þær bestu hér á landi er um að ræða skref í rétta átt. Arnar lagði sjálfur hönd á plóg.

Lukaku gæti snúið aftur til Inter og Sterling farið til Chelsea í staðinn

Svo virðist sem belgíski framherjinn Romelu Lukaku sé við það að ganga í raðir Inter á Ítalíu á láni, tæpu ári eftir að hann varð dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi. Þá hefur Chelsea áhuga á að fá Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, í sínar raðir.

Álfta­nes safnar liði: Dúi Þór kynntur til leiks

Leikstjórnandinn Dúi Þór Jónsson er genginn til liðs við Álftanes sem leikur í 1.deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Dúi Þór gengur til liðs við Álftnesinga frá Þór Akureyri sem lék í Subway-deild karla á síðustu leiktíð.

Snæ­fríður Sól ekki langt frá því að komast á­fram

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir endaði í 20. sæti af 41 keppenda í 200 metra skriðsundi á HM í sundi sem fram fer í Búdapest. Sextán keppendur fóru áfram en Snæfríður Sól var rétt tæplega tveimur sekúndum frá því.

Jesus eftirsóttur í Lundúnum

Tottenham Hotspur virðist ætla að stela Gabriel Jesus undan nefinu á nágrönnum sínum í Arsenal. Skytturnar hafa verið á eftir framherja Englandsmeistara Manchester City það sem af er sumri en nú er Tottenham komið inn í myndina.

Sjá næstu 50 fréttir