Körfubolti

Júlíus Orri gengur til liðs við Stjörnuna | Gunnar og Tómas framlengja

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tómas Þórður Hilmarsson (t.v.) og Gunnar Ólafsson (t.h.) skrifuðu undir nýja samninga við Stjörnuna en Júlíus Orri kemur inn sem nýr leikmaður.
Tómas Þórður Hilmarsson (t.v.) og Gunnar Ólafsson (t.h.) skrifuðu undir nýja samninga við Stjörnuna en Júlíus Orri kemur inn sem nýr leikmaður. Stjarnan Körfubolti

Penninn var á lofti í Garðabænum í dag þar sem bakvörðurinn Júlíus Orri Ágústsson samdi við Stjörnuna um að leika með liðinu næstu tvö ár í Subway-deil karla í körfubolta. Þá framlengdu þeir Gunnar Ólafsson og Tóm­as Þórður Hilm­ars­son samningum sínum við félagið.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Stjörnunnar, en Júlíus lék með Caldwell há­skól­an­um í New Jers­ey á síðustu leiktíð. Hann er 21 árs bakvörður sem er alinn upp hjá Þór Akureyri. Hann á að baki 52 leiki fyrir Þór í efstu deild og þykir með efni­legri leik­mönn­um lands­ins.

Þá hafa þeir Gunnar Ólafsson og Tómas Þórður Hilmarsson skrifað undir nýja samninga við félagið, en báðir eru þeir til tveggja ára. Gunnar kom til Stjörnunnar um áramótin 2019-2020 og á að baki 64 leiki fyrir félagið í efstu deild. Þá hefur hann orðið bikarmeistari með félaginu í tvígang.

Tómas Þórður hefur verið heldur lengur á mála hjá Stjörnunni. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Stjörnuna árið 2011 og hefur síðan þá leikið 266 leiki fyrir félagið og fagnað bikarmeistaratitli fimm sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×