Álftanes safnar liði: Dúi Þór kynntur til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 10:31 Kjartan Atli og Dúi Þór handsala samninginn. Álftanes Leikstjórnandinn Dúi Þór Jónsson er genginn til liðs við Álftanes sem leikur í 1.deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Dúi Þór gengur til liðs við Álftnesinga frá Þór Akureyri sem lék í Subway-deild karla á síðustu leiktíð. Dúi Þór kemur til að með að styrkja lið Álftanes gríðarlega en hann var í öðru sæti yfir þá leikmenn sem gáfu flestar stoðsendingar í Subway-deildinni á síðustu leiktíð, gaf hann 7,6 stoðsendingar í leik og skoraði að auki um 15 stig að meðaltali í leik. Var leikstjórnandinn valinn í 26 manna landsliðshóp Íslands sem æfði í síðustu viku. Hluti hópsins fór svo áfram í lokahóp landsliðsins fyrir mikilvæga leiki í undankeppni HM. „Dúi Þór er uppalinn Stjörnumaður. Hann var afar sigursæll í yngri flokkunum með félaginu og steig svo sín fyrstu skref í meistaraflokki með uppeldisfélaginu. Fyrir síðustu leiktíð færði hann sig svo norður á Akureyri. Samstarf Stjörnunnar og Álftaness skilaði því að Dúi Þór lék með liði Álftanes á venslasamningi tímabilið 2019-2020. Hann skoraði þá tæp 18 stig, tók rúmlega sex fráköst og gaf rúmar sex stoðsendingar í leik, en Dúi var 18 ára það leiktímabil,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Það er gott að spila á nesinu og við erum með best mannaða hópinn í deildinni að mínu mati. Ég er virkilega spenntur að spila stórt hlutverk í liði sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum,“ sagði Dúi sjálfur en hann hefur áður spilað undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftanes í dag en hann þjálfaði áður yngri flokka Stjörnunnar. Dúi er þriðji leikmaðurinn sem bætist við leikmannahóp Álftaness fyrir komandi átök í 1. deildinni. Auk Dúa eru þeir Pálmi Geir Jónsson (sem kom frá Val) og Snjólfur Marel Stefánsson (sem kom frá Njarðvík) gengnir í Álftanes. Körfubolti UMF Álftanes Tengdar fréttir „Veit vel að með því að ræða körfubolta í sjónvarpinu þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir“ Kjartan Atli Kjartansson, sem verið hefur umsjónarmaður Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport um árabil, hefur ákveðið að gerast meistaraflokksþjálfari að nýju. Hann stýrir karlaliði Álftaness á næstu leiktíð, fyrir uppeldisfélagið sitt, og ætlar sér að koma því í Subway-deildina sem hann fjallar um í hverri viku. 4. maí 2022 11:06 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Dúi Þór kemur til að með að styrkja lið Álftanes gríðarlega en hann var í öðru sæti yfir þá leikmenn sem gáfu flestar stoðsendingar í Subway-deildinni á síðustu leiktíð, gaf hann 7,6 stoðsendingar í leik og skoraði að auki um 15 stig að meðaltali í leik. Var leikstjórnandinn valinn í 26 manna landsliðshóp Íslands sem æfði í síðustu viku. Hluti hópsins fór svo áfram í lokahóp landsliðsins fyrir mikilvæga leiki í undankeppni HM. „Dúi Þór er uppalinn Stjörnumaður. Hann var afar sigursæll í yngri flokkunum með félaginu og steig svo sín fyrstu skref í meistaraflokki með uppeldisfélaginu. Fyrir síðustu leiktíð færði hann sig svo norður á Akureyri. Samstarf Stjörnunnar og Álftaness skilaði því að Dúi Þór lék með liði Álftanes á venslasamningi tímabilið 2019-2020. Hann skoraði þá tæp 18 stig, tók rúmlega sex fráköst og gaf rúmar sex stoðsendingar í leik, en Dúi var 18 ára það leiktímabil,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Það er gott að spila á nesinu og við erum með best mannaða hópinn í deildinni að mínu mati. Ég er virkilega spenntur að spila stórt hlutverk í liði sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum,“ sagði Dúi sjálfur en hann hefur áður spilað undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftanes í dag en hann þjálfaði áður yngri flokka Stjörnunnar. Dúi er þriðji leikmaðurinn sem bætist við leikmannahóp Álftaness fyrir komandi átök í 1. deildinni. Auk Dúa eru þeir Pálmi Geir Jónsson (sem kom frá Val) og Snjólfur Marel Stefánsson (sem kom frá Njarðvík) gengnir í Álftanes.
Körfubolti UMF Álftanes Tengdar fréttir „Veit vel að með því að ræða körfubolta í sjónvarpinu þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir“ Kjartan Atli Kjartansson, sem verið hefur umsjónarmaður Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport um árabil, hefur ákveðið að gerast meistaraflokksþjálfari að nýju. Hann stýrir karlaliði Álftaness á næstu leiktíð, fyrir uppeldisfélagið sitt, og ætlar sér að koma því í Subway-deildina sem hann fjallar um í hverri viku. 4. maí 2022 11:06 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
„Veit vel að með því að ræða körfubolta í sjónvarpinu þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir“ Kjartan Atli Kjartansson, sem verið hefur umsjónarmaður Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport um árabil, hefur ákveðið að gerast meistaraflokksþjálfari að nýju. Hann stýrir karlaliði Álftaness á næstu leiktíð, fyrir uppeldisfélagið sitt, og ætlar sér að koma því í Subway-deildina sem hann fjallar um í hverri viku. 4. maí 2022 11:06