Fleiri fréttir

Verstappen vann Kanada kappaksturinn

Max Verstappen náði að standa af sér áhlaup Carlo Sains þegar hann vann Kanadíska kappaksturinn fyrr í kvöld. Öryggisbíllinn var kallaður út þegar 21 hringur var eftir og gaf það Sains tækifæri á að vinna en Verstappen stóð uppi sem sigurvegari.

Eiður Smári nýr þjálfari FH

Eiður Smári Guðjohnsen hefur samið við FH um að taka við þjálfun liðsins. Þetta er í annað sinn sem Eiður kemur að þjálfun liðsins en samningur hans gildir út tímabilið 2024.

Real Madrid spænskur meistari í körfuknattleik

Real Madrid er Spánarmeistari í körfuknattleik eftir að hafa lagt Barcelon 3-1 í einvíginu um titilinn. Real lagði Börsunga 81-74 í dag á heimavelli og hefndi þar með fyrir einvígið í fyrra.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 4-0 | Sanngjarn sigur heimakvenna

Stjarnan og ÍBV mættust í síðasta leik Bestu deildar kvenna fyrir EM kvenna í knattspyrnu fyrr í dag í Garðabænum. Stjarnan var mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk eftir að hafa sótt án afláts seinni 45 mínúturnar. Leikurinn endaði 4-0 og þótti sigurinn sanngjarn.

Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Noregi

Fimm leikjum er lokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Íslendingar komu við sögu í tveimur þeirra en Samúel Kári Friðjónsson og Patrik Sigurður Gunnarsson byrjuðu leikinn fyrir Viking á móti Sandefjord. Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði á bekknum en kom inn á þegar topplið Lilleström lagði Rosenborg 3-1.

Lengjudeild kvenna: Botnliðin töpuðu bæði

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag og voru liðin sem verma botnsætin í eldlínunni. Skemmst er frá því að segja að þau töpuðu bæði og syrtir enn í álinn hjá þeim.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Þróttur - Valur 1-2| Fjórði sigur Vals í röð

Valur fór í Laugardalinn og vann 1-2 sigur á Þrótti. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði með látum þar sem Katla Tryggvadóttir jafnaði leikinn en tæplega tveimur mínútum síðar gerði Cyera Makenzie Hintzen annað mark Vals sem reyndist vera sigurmark leiksins. 

Pétur Pétursson: Cyera átti frábæran leik

Valur vann 1-2 útisigur á Þrótti. Þetta var fjórði sigur Vals í röð og var Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var afar ánægður með frammistöðu Cyeru Makenzie Hintzen eftir leik.

Berglind í byrjunarliðinu í sigri en Hallbera ekki í hóp

Berglin Rós Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro í 1-2 útisigri liðsins á Vittsjo í sænsku úrvalsdeildinni en á sama tíma var Hallbera Guðný Gísladóttir ekki í leikmannahóp Kalmar sem tapaði á heimavelli gegn Djurgarden, 0-1.

Liverpool staðfestir komu Ramsay

Enska liðið Liverpool tilkynnti í dag komu Calvin Ramsay til liðsins á 6,5 milljónir punda frá Aberdeen í Skotlandi.

Róbert fær liðsstyrk til Gróttu

Elvar Otri Hjálmarsson hefur gengið til liðs við Gróttu frá Fjölni. Elvar skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu.

Haukur ekki með í úrslitaleiknum

Haukur Þrastarson er ekki í 16 manna leikmannahóp Vive Kielce fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Barcelona seinna í dag.

Barcelona náði sam­komu­lagi við Rap­hinha í febrúar

Spænska liðið Barcelona náði samkomulagi um kaup og kjör við Deco, umboðsmann Raphinha, í febrúar síðastliðnum. Fimm ára samningur bíður eftir að vera undirritaður. Barcelona er þó ekki tilbúið að borga Leeds það sem enska félagið vill fá fyrir leikmanninn.

Sex laxa opnun í Hítará

Veiði er hafin í Hítará á Mýrum og fyrstu tölur af opnun gefa góð fyrirheit inní sumarið.

Haukur mætir Barcelona í úrslitum

Barcelona vann nokkuð sannfærandi 34-30 sigur þegar liðið atti kappi við Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla í Lanxess-höllinni í Köln í dag.

Selma Sól skoraði í toppslag gegn Ingibjörgu

Selma Sól Magnúsdóttir skoraði seinna mark Rosenborgar þegar liðið sigraði Vålerenga 2-0 í leik liðanna í öðru og þriðja sæti norsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag.  

Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu

Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt.

Langar að spila fyrir Manchester United

Inigbjörg Sigurðardóttir, leikmaður Vålerenga, verður samningslaus eftir næsta tímabil. Henni langar að fá nýja áskorun utan Noregs og dreymir um að spila fyrir Manchester United.

Sjá næstu 50 fréttir