Fleiri fréttir

Umfjöllun: Breiða­blik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut

Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum.

Júlíus Orri gengur til liðs við Stjörnuna | Gunnar og Tómas framlengja

Penninn var á lofti í Garðabænum í dag þar sem bakvörðurinn Júlíus Orri Ágústsson samdi við Stjörnuna um að leika með liðinu næstu tvö ár í Subway-deil karla í körfubolta. Þá framlengdu þeir Gunnar Ólafsson og Tóm­as Þórður Hilm­ars­son samningum sínum við félagið.

„Kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli“

Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, er gríðarlega ánægður með nýja aðstöðu KA á Akureyri. Þó enn sé nokkuð í land að félagið verði með aðstöðu sem jafnist á við þær bestu hér á landi er um að ræða skref í rétta átt. Arnar lagði sjálfur hönd á plóg.

Lukaku gæti snúið aftur til Inter og Sterling farið til Chelsea í staðinn

Svo virðist sem belgíski framherjinn Romelu Lukaku sé við það að ganga í raðir Inter á Ítalíu á láni, tæpu ári eftir að hann varð dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi. Þá hefur Chelsea áhuga á að fá Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, í sínar raðir.

Álfta­nes safnar liði: Dúi Þór kynntur til leiks

Leikstjórnandinn Dúi Þór Jónsson er genginn til liðs við Álftanes sem leikur í 1.deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Dúi Þór gengur til liðs við Álftnesinga frá Þór Akureyri sem lék í Subway-deild karla á síðustu leiktíð.

Snæ­fríður Sól ekki langt frá því að komast á­fram

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir endaði í 20. sæti af 41 keppenda í 200 metra skriðsundi á HM í sundi sem fram fer í Búdapest. Sextán keppendur fóru áfram en Snæfríður Sól var rétt tæplega tveimur sekúndum frá því.

Jesus eftirsóttur í Lundúnum

Tottenham Hotspur virðist ætla að stela Gabriel Jesus undan nefinu á nágrönnum sínum í Arsenal. Skytturnar hafa verið á eftir framherja Englandsmeistara Manchester City það sem af er sumri en nú er Tottenham komið inn í myndina.

Leikjaniðurröðun fyrir Subway deildirnar klár

Búið er að birta leikjaniðurröðun fyrir næsta körfuknattleikstímabil. Subway deild kvenna fer af stað í september á meðan Subway deild karla fer af stað í byrjun október.

Ástralía heimsmeistari í pílu

Ástralir gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistaratitil liða í pílu fyrr í kvöld. Þeir Simon Whitlock og Damon Heta lögðu lið Wales í úrslitum 3-1 en mótið var haldið í Eissporthalle í Frankfurt.

Verstappen vann Kanada kappaksturinn

Max Verstappen náði að standa af sér áhlaup Carlo Sains þegar hann vann Kanadíska kappaksturinn fyrr í kvöld. Öryggisbíllinn var kallaður út þegar 21 hringur var eftir og gaf það Sains tækifæri á að vinna en Verstappen stóð uppi sem sigurvegari.

Eiður Smári nýr þjálfari FH

Eiður Smári Guðjohnsen hefur samið við FH um að taka við þjálfun liðsins. Þetta er í annað sinn sem Eiður kemur að þjálfun liðsins en samningur hans gildir út tímabilið 2024.

Real Madrid spænskur meistari í körfuknattleik

Real Madrid er Spánarmeistari í körfuknattleik eftir að hafa lagt Barcelon 3-1 í einvíginu um titilinn. Real lagði Börsunga 81-74 í dag á heimavelli og hefndi þar með fyrir einvígið í fyrra.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 4-0 | Sanngjarn sigur heimakvenna

Stjarnan og ÍBV mættust í síðasta leik Bestu deildar kvenna fyrir EM kvenna í knattspyrnu fyrr í dag í Garðabænum. Stjarnan var mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk eftir að hafa sótt án afláts seinni 45 mínúturnar. Leikurinn endaði 4-0 og þótti sigurinn sanngjarn.

Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Noregi

Fimm leikjum er lokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Íslendingar komu við sögu í tveimur þeirra en Samúel Kári Friðjónsson og Patrik Sigurður Gunnarsson byrjuðu leikinn fyrir Viking á móti Sandefjord. Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði á bekknum en kom inn á þegar topplið Lilleström lagði Rosenborg 3-1.

Lengjudeild kvenna: Botnliðin töpuðu bæði

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag og voru liðin sem verma botnsætin í eldlínunni. Skemmst er frá því að segja að þau töpuðu bæði og syrtir enn í álinn hjá þeim.

Sjá næstu 50 fréttir