Körfubolti

Leikjaniðurröðun fyrir Subway deildirnar klár

Árni Jóhannsson skrifar
Íslandsmeistarar Njarðvíkur fara í heimsókn í Keflavík í fyrsta leik
Íslandsmeistarar Njarðvíkur fara í heimsókn í Keflavík í fyrsta leik vísir

Búið er að birta leikjaniðurröðun fyrir næsta körfuknattleikstímabil. Subway deild kvenna fer af stað í september á meðan Subway deild karla fer af stað í byrjun október.

Þó það virðist stutt síðan körfuknattleikstímabilinu lauk þá er ekki eftir neinu að bíða en að birta leikjaniðurröðun næsta tímabils. Það er nákvæmlega það sem KKÍ gerði á vef sínum í síðustu viku. Subway deild kvenna mun fara af stað 21. september næstkomandi og karlarnir fara af stað þann 6. október. 

Íslandsmeistarar Njarðvíkur í Subway deild kvenna byrja á því að mæta erkifjendum sínum í Keflavík í Sláturhúsinu en andstæðingar þeirra í lokaeinvíginu Haukar fá nýliða ÍR í fyrsta leik.

Íslandsmeistarar karla Valur taka á móti Stjörnunni að Hlíðarenda í fyrsta leik sínum en andstæðingar þeirra í lokaeinvíginu, Tindastóll, fara til Keflavíkur. 

Eins og síðasta tímabil verður spilað á milli jóla og nýárs og verður sá leikdagur notaður til að etja nágrönnum og erkifjendum saman karlamegin. Valsmenn fara þá á Sauðárkrók á meðan Njarðvíkingar taka á móti erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík. Stjarnan tekur á móti KR á sama tíma, Grindavík og Þór Þorlákshöfn berjast um Suðurstrandaveginn og Breiðablik tekur á móti grönnum sínum í Haukum. Hinir nýliðarnir fara í TM hellinn og keppa við ÍR. Sömu leikir nema bara með víxluðum heimaleikjum verða háði í lokaumferð deildarkepnninnar.

Hjá konunum munu, á milli jóla og nýárs, mætast nágrannarnir í Haukum og Breiðablik, Valskonur taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á meðan Keflvíkingar taka á móti deildarmeisturum Fjölnis. ÍR tekur að lokum á móti Grindavík í TM hellinum.

Lokaumferðin hjá konunum verður svo leikin 22. mars en þá mætast t.d. Njarðvík og Haukar og deildarmeistarar Fjölnis og Valur.

Hjá körlunum lýkur deildarkeppninni rúmlega viku seinna með leikjunum sem nefndir voru hér að ofan.

Á vefsíðu KKÍ er hægt að glöggva sig betur á því hvernig leikjaniðurröðunini er:  Subwaydeild karla og Subwaydeild kvenna


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×